3. apríl 2025
2. apríl 2025
103 nýjar lóðir stofnaðar í mars
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
- Alls voru skráðar 103 lóðir í fasteignaskrá HMS í mars
- Flestar lóðir voru atvinnuhúsalóðir eða 31 talsins
- Íbúðarhúsalóðir voru 24 talsins í mars
Í mars voru samtals 103 lóðir stofnaðar í kerfum HMS. Er það fækkun frá því í febrúar þegar skráðar voru 197 lóðir. Flestar lóðir voru atvinnuhúsalóðir eða 31 talsins sem er sami fjöldi og var stofnaður í febrúar. Flestar þeirra voru stofnaðar í Reykjavík eða 7 talsins.
Stofnaðar voru 24 íbúðarhúsalóðir í mars. Þar af voru 6 í Reykjavík og 5 í Hvalfjarðarsveit. Í Bláskógabyggð voru stofnaðar 2 sumarhúsalóðir en í Kjósarhrepp, Hvalfjarðarsveit, Rangárþingi eystra, Múlaþingi og Vopnafjarðarhreppi var ein sumarhúsalóð stofnuð í hverju þessara sveitarfélaga.
Myndin hér að ofan sýnir mánaðarlegar tölur um fjölda nýskráðra lóða eftir öllum flokkum. Lóðir skráðar sem annað land eða einfaldlega lóð voru 27 talsins í mars, en líklegast er að þessar lóðir breyti um gerð þegar fram líða stundir og verði þá skráðar sem atvinnu-, sumarhúsa- eða íbúðarlóðir.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS