Kynning á fasteignamati 2026
Borgartún 21
10:00
Upplýsingar
Borgartún 21
10:00
28
maí
HMS mun kynna helstu niðurstöður úr fyrirhuguðu fasteignamati fyrir árið 2026 á opnum fundi í Borgartúni 21 miðvikudaginn 28. maí klukkan 10:00.
Upptaka af fundi
HMS endurmetur lögum samkvæmt skráð matsverð allra fasteigna á Íslandi árlega og kynnir niðurstöðurnar fyrir öllum sveitarfélögum og eigendum fasteigna. Fyrirhugað fasteignamat mun taka gildi þann 31. desember á þessu ári og verður það notað til að reikna út fasteignagjöld fyrir árið 2026. Þegar fasteignamat verður tilbúið mun það vera aðgengilegt í fasteignaleit HMS.
Á fundinum þann 28. maí mun HMS fara yfir helstu niðurstöður úr fyrirhuguðu fasteignamati eftir tegundum fasteigna og mismunandi matssvæðum landsins. HMS mun einnig fara yfir áhrifaþætti fasteignamats og fyrirhugaðar breytingar á fasteignamati.
Örn Valdimarsson sviðsstjóri ráðgjafarsviðs hjá PwC mun einnig fara yfir nýlega skýrslu sem unnin var fyrir HMS um fyrirkomulag fasteignamats og álagningu fasteignagjalda í alþjóðlegum samanburði. Sömuleiðis mun Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogsbæjar fara yfir tækifæri og áskoranir sveitarfélaga tengdum álagningu fasteignagjalda.