2022
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
2022
Bláþráður – umhverfisvæn styrking í steinsteypu
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Bláþráður – umhverfisvæn styrking í steinsteypu
- Askur - mannvirkjarannsóknasjóður
Eyþór Rafn Þórhallsson
Bláþráður – umhverfisvæn styrking í steinsteypu
Bláþráður – umhverfisvæn styrking í steinsteypu
Lokaskýrsla fyrir Ask - mannvirkjarannsóknasjóð
Bláþráður – umhverfisvæn styrking í steinsteypu
Kynning á Bláþræði - umhverfsvænni styrkingu í steinsteypu
Bláþráður – umhverfisvæn styrking í steinsteypu
Verkefnið fólst í að gera rannsóknir á hráefnum til framleiðslu á basalttrefjum til notkunar fyrir steypu. Rannsaka þurfti efnisgæði basalts með tilliti til samsetningar, seiglu og vinnanleika og voru rannsóknir gerðar bæði á Íslandi og við Aachen háskóla í Þýskalandi.
Gert var ráð fyrir að öll bræðsla á basalti gerist með rafmagni en allar basaltverksmiðjur í heiminum að einni frátalinni notast við gas til bræðslu basaltsins. Framleiðsla basalts hér á landi með rafmagni verður því mjög umhverfisvænn ferill og kolefnispor væntanlegra framleiðsluvara mjög lítið. Flest bendir til að staðsetning basalttrefjaverksmiðju á Íslandi sé mjög hagstæð. Dreifikerfi raforku er tiltölulega öflugt og umtalsverð raforka til staðar, aðgangur að hráefni í námum er góð og góð tækniþekking er hér á landi til staðar. Gert er ráð fyrir að tuttugu störf skapist þegar verksmiðjan hefur náð fullum afköstum. Meginmarkmið verkefnisins er að kanna hvort basaltþræðir sem styrking í pólýester geti nýst sem byggingarefni fyrir stangir til styrktar steyptum þversniðum og kæmi þá í stað steypustyrktarstáls. Rannsóknarspurningar: Hver er styrkur og stífni samsetta efnisins almennt (fæst út frá markmiði-1), það er að segja hverjir eru efniseiginleikar efnisins ? Hver er styrkur og stífni stanganna við ýmis álagstilfelli. Þegar þessum markmiðum verður náð og þessum spurningum verður svarað þá verður hægt að meta það hvort basaltþræðir (bláþráður) sem styrking í pólýester geti nýst í gerð stanga í stað steypustyrktarstáls.



