Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður

Út­hlut­un úr Aski árið 2024

Út­hlut­un úr Aski árið 2024

Á fjórða styrkári sjóðsins bárust 70 umsóknir um 673 milljónir króna. Úthlutað var 182 milljónum, eða 27% af umbeðnum styrkjum. Alls fengu 40 umsóknir styrk, þar af 19 til áframhaldandi rannsókna.

Bygg­ing­ar­efni

Flestar umsóknir bárust í flokkinn byggingarefni, sem styður nýsköpun og endurvinnslu í byggingariðnaði til að draga úr kolefnisspori. Tuttugu og tvær umsóknir bárust en fimmtán hlutu styrk. Verkefnin snúa að vistvænu sementi, endurnýtingu steypu, glugga og timburs, auk þróunar byggingarefna úr íslenskum leir og hrauni. Öll verkefnin tengjast aðgerðum í Vegvísi um vistvæna mannvirkjagerð.

Gall­ar, raki og mygla

Flokkurinn gallar, raki og mygla snýr að stórri áskorun í byggingariðnaði með áhrif á heilsu og efnahag. Af átta umsóknum hlutu fimm styrk til að stuðla að betri byggingum á Íslandi.

Gæði

Flokkurinn gæði snýr að gæðum í byggðu umhverfi, mannvirkjum og skipulagi. Af þrettán umsóknum hlutu sjö styrk. Verkefnin fjalla um íbúðagerðir, sjálfbærni, innivist og vatnafræðilegar regnbeðalausnir, auk eflingar gæða með leiðbeiningum, bókum og myndrænni miðlun.

Orku­nýt­ing og los­un

Í flokknum orkunýting og losun bárust 14 umsóknir, og átta hlutu styrk. Verkefnin tengjast hringrásarhagkerfi byggingariðnaðarins, kolefnislosun, orkunýtingu og hönnun blágrænna ofanvatnslausna í þéttbýli.

Tækninýj­ung­ar

Flokkurinn tækninýjungar styður við þróun og sjálfbærni í byggingariðnaði. Af 13 umsóknum hlutu 5 verkefni styrk, þar á meðal í stafrænni þróun, kennsluefni, jarðvinnu og verklýsingum.

Áherslu­þætt­ir árs­ins 2024