Vinnustofa: Samræmdar lífsferilsgreiningar fyrir íslenskar byggingar
Sal VFÍ Engjateig 9
09-12
Upplýsingar
Sal VFÍ Engjateig 9
09-12
2
júní
Sérfræðingshópur hefur verið starfandi í vetur með það hlutverk að vinna tillögur að samræmdri aðferðafræði við gerð lífsferilsgreininga (LCA) fyrir íslenskar byggingar.
Ef þú getur ekki mælt það, geturðu ekki bætt það: LCA-vinnustofa 2.6.
Sérfræðingshópur hefur verið starfandi í vetur með það hlutverk að vinna tillögur að samræmdri aðferðafræði við gerð lífsferilsgreininga (LCA) fyrir íslenskar byggingar.
Í LCA-hópnum sitja: Helga María Adólfsdóttir (fulltrúi FRV, Mannvit), Alexandra Kjeld (Grænni byggð/Efla), Ólafur Ögmundsson (HÍ), Viggó Magnússon (HR/Arkís) og Lilja Sigurrós Davíðsdóttir (VSÓ ráðgjöf).
Vinnan er hluti af aðgerð 5.1.3. í aðgerðaáætlun Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð sem unnin var á vegum samstarfsvettvangsins Byggjum grænni framtíð.
Nú er boðað til vinnustofu í þeim tilgangi að kynna fyrstu drög að tillögum hópsins og fá innlegg frá hagaðilum til áframhaldandi úrvinnslu.
Erindi og umræður fara fram í sal VFÍ, Engjateig 9 og á Teams fyrir þau sem ekki eiga heimangengt, kl. 9-12, föstudaginn 2. júní 2023.
Dagskrá
9:00 – 9:50
- Harpa Birgisdóttir, prófessor við Álaborgarháskóla: Innleiðing LCA í Danmörku
- Helga María Adólfsdóttir, Mannvit, hópstjóri LCA-hóps: Drög að tillögum LCA-hóps um samræmda aðferðafræði við gerð LCA fyrir íslenskar byggingar, sbr. aðgerð 5.1.3. í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð.
9:50-10:00 - Hlé
10:00-12:00
Umræður á borðum: Tillögur hópsins ræddar
Allir áhugasamir hagaðilar eru hvattir til að mæta.