Útgáfuviðburður 9. júní: Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030

Upplýsingar

2

júní

Útgáfuviðburður 9. júní: Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030

Upplýsingar

2

júní

Byggjum grænni framtíð, samstarfsvettvangur stjórnvalda og atvinnulífs um vistvæna mannvirkjagerð, boðar til fundar þann 9. júní 2022, kl. 14 á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, í tilefni af útgáfu á Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030.

Vegvísirinn var unninn á vegum samstarfsvettvangsins. Viðfangsefnið var að meta losun íslenskra bygginga, setja markmið um að draga úr þeirri losun fyrir 2030 og skilgreina aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Hátt í 200 einstaklingar innan allrar virðiskeðju mannvirkjageirans komu að þessari vinnu og verða niðurstöður hennar birtar í vegvísinum.

Á fundinum verða helstu efnistök vegvísisins kynnt í fyrsta sinn og þau rædd meðal ólíkra hagaðila.

DAGSKRÁ 

Kl. 14:00-15:15:

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra - Ávarp

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra - Ávarp

Áróra Árnadóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar og Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, teymisstjóri hjá HMS: Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030: Losun, markmið og aðgerðir

 

Pallborð I:
Umræðustjóri: Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI

  • Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdarstjóri hjá Vegagerðinni
  • Hermann Jónasson, forstjóri HMS
  • Marta Rós Karlsdóttir, sviðsstjóri hjá Orkustofnun
  • Ólafur Árnason, forstöðumaður hjá Skipulagsstofnun
  • Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg

 

Pallborð II:
Umræðustjóri: Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun

  • Bjarma Magnúsdóttir, umhverfisstjóri ÍAV
  • Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá Eflu
  • Kai Westphal, framkvæmdastjóri hjá Steypustöðinni
  • Sunna Hrönn Sigmarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Regin fasteignafélagi
  • Þröstur Söring, framkvæmdastjóri hjá Framkvæmdasýslunni-Ríkiseignum

Fundarstjóri: Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI

 

Kl. 15:15-16:00:Spjall og veitingar að fundi loknum.

Viðburðurinn er opinn öllum og hægt verður að fylgjast fundinum á netinu. Hér má nálgast streymi á viðburðinn.

Þau sem ætla að mæta á viðburðinn eru vinsamlegast beðin um að skrá sig á viðburðinn svo hægt sé að áætla veitingar og koma í veg fyrir matarsóun.

Skráning fer fram hér

 

Við hvetjum þau sem ætla að mæta á viðburðinn til að koma gangandi, hjólandi, í strætó eða með öðrum vistvænum fararskjótum. Strætóar nr. 2, 4, 5, 15 og 17 stoppa rétt hjá.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Ljósmynd: Helgi Vignir Bragason

instagram.com/helgi.vignir

helgivignir.is