Atvinnuuppbygging og þróun íbúðamarkaðar
Kaffi Krókur
11:30 - 13:00
Upplýsingar
Kaffi Krókur
11:30 - 13:00
19
okt.
Fimmtudaginn 19. október verður haldinn opinn fundur um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðarmarkaðar í landsbyggðunum. Fundurinn verður haldinn á Kaffi Krók kl. 12:00 og er opinn öllum. Að fundinum standa ýmsir aðilar sem láta sig varða uppbyggingu í landsbyggðunum eða SSNV, Byggðastofnun, HMS, Lóa nýsköpunarstyrkur og Samtök iðnaðarins.
Á fundinum verður fjallað um atvinnuþróun í landsbyggðunum, stöðuna á íbúðamarkaði, stafræn byggingarleyfi, nýsköpunarstyrki, hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu og þau lánaúrræði sem standa til boða bæði hvað varðar rekstur og íbúðaruppbyggingu.
Dagskrá
Áskoranir og tækifæri á Norðurlandi vestra?
Katrín M. Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV
Staða íbúðauppbyggingar
Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri hjá HMS
Stafræn byggingarleyfi
Hugrún Ýr Sigurðardóttir, verkefnastjóri hjá HMS
Lánastarfsemi Byggðastofnunar
Hrund Pétursdóttir, forstöðumaður Fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar og Guðbjörg Óskarsdóttir, sérfræðingur hjá Byggðastofnun
Nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina
Sigurður Steingrímsson, sérfræðingur hjá HVIN
Aukum hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu
Friðrik Ágúst Ólafsson, viðskiptastjóri hjá SI
Húsið opnar kl. 11:30 og verður boðið upp á léttar veitingar meðan á fundi stendur. Fundargestum er boðið samtal við frummælendur eftir fundinn. Fundarstjóri er Guðmundur Haukur Jakobsson formaður stjórnar SSNV.
Við bjóðum alla velkomna á fundinn og hlökkum til að sjá ykkur 19. október.