Stofnframlög
Stofnframlög
Stofnframlög
Stofnframlög
Sérstakt byggðaframlag
Sérstakt byggðaframlag
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) er heimilt að veita sérstakt byggðaframlag frá ríkinu til viðbótar öðrum stofnframlögum vegna almennra íbúða á svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki vegna misvægis milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs íbúðarhúsnæðis. HMS metur þörf fyrir og ákvarðar fjárhæðir viðbótarframlaga þannig að leiguverð miðað við sjálfbæran rekstur íbúða sé alla jafna í samræmi við leiguverð á viðkomandi svæði og fari að jafnaði ekki umfram fjórðung af tekjum leigjenda þeirra.
Framlag þetta er aðeins heimilt að veita vegna almennra íbúða á svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki vegna misvægis á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs íbúðarhúsnæðis.
Markmiðið með framlagi þessu er að stuðla að auknu framboði almennra íbúða á markaðssvæðum sem eru óvirkari en önnur vegna framangreindra aðstæðna.