Hugtök

Ert þú komin/n á rafbíl eða að hugsa um að fá þér rafbíl?

Hér má finna öll þau helstu hugtök sem tengjast rafbílum á einn eða annan hátt.

Hleðslustöð:Raffang sem stýrir hleðslu frá raforkukerfinu inn á rafknúið ökutæki.

Hraðhleðslustöð:Hleðslustöð þar sem mögulegt er að yfirfæra raforku á rafknúið ökutæki með afli sem er meira en 22kW.

Venjuleg hleðslustöð:Hleðslustöð þar sem mögulegt er að yfirfæra raforku á rafknúið ökutæki með afli sem er 22kW eða minna.

Tengibúnaður:Tengill eða inntaksbúnaður sem hentar viðkomandi rafbíl.

Tengipunktur:Sá staður sem rafknúið ökutæki tengist fastri raflögn, t.d. tengill eða inntaksbúnaður.

Samtímaálag:Hlutfall hámarksafls sem notað er á ákveðnum tíma.

Rafmagnsinntak:Staður þar sem heimtaug dreifiveitu tengist raflögn hússins, venjulega í aðaltöflu (rafmagnstöflu) hússins.   

Afl:Mælikvarði á vinnu eða afköst táknað með W (vatt) eða kW (kílóvatt).

Orka:
Samanlögð aflnotkun yfir tíma, oftast klukkutíma og þá táknuð með kWh (kílóvattstund). Rafhlöður í rafbílum eru venjulega gefnar upp í kWh.

Straumur (rafstraumur):Flæði rafhleðslna á sekúndu táknað með A (amper).