Raf­magns­slys

Oft er sagt að slys, þ.m.t. rafmagnsslys, geri ekki boð á undan sér. Það er hins vegar ekki alltaf raunin. Stundum verða slys vegna þess að ekki er farið að vinnureglum eða varúðar- og hættumerki hunsuð. Ef maður verður fyrir rafstraumi skiptir mestu að stytta tímann sem straumurinn varir. Sekúndubrot skipta máli. Áríðandi er að viðstaddir bregðist rétt við þegar slys ber að höndum.

Hvað er raf­magns­slys?

Sérhvert atvik þar sem rafstraumur veldur því beint eða óbeint að einstaklingur slasast af ljósboga eða við að fá rafstraum í gegnum sig.

Hvað get­ur gerst við raf­magns­slys?

Rafstraumur getur framkallað vöðvakrampa sem varir eins lengi og straumurinn fer um líkamann. Það þýðir að fólk getur í sumum tilfellum ekki losað sig frá straumgjafanum. Hjartað er vöðvi sem gengur fyrir rafboðum og því getur straumurinn valdið krampa í hjartanu og þar með truflað rafboð þess og leitt til hjartastopps.

Þegar rafmagnsslys verður þá er talað um tvo snertifleti, þar sem rafstraumurinn fer inn í líkamann og þar sem hann kemur út. Straumurinn veldur oft sjáanlegum bruna á snertiflötum en á milli þeirra getur hann valdið innvortis bruna sem sést ekki. Því meiri sem rafstraumurinn er og því lengur sem hann varir, þeim mun dýpri og meiri verður bruninn.

Hverja á að flytja á bráða­mót­töku?

Þegar einstaklingur verður fyrir óhappi og eitt eftirfarandi einkenna kemur fram skal veita honum nauðsynlega fyrstu hjálp og fara svo með hann á sjúkrahús án tafar.

Þá ber að flytja á bráðamóttöku sem:

 • hafa orðið fyrir háspennu
 • hafa orðið fyrir eldingu
 • hafa orðið fyrir lágspennu sem augljóslega hefur farið í gegnum líkamann
 • missa meðvitund eða verða vankaðir
 • hafa sýnilega brunaáverka
 • sýna einkenni um taugaskaða, s.s. lömun, skjálfta eða krampa

Áverkar vegna rafmagnsslysa koma oft fram löngu eftir að slys hefur átt sér stað, s.s. blóðtappi, lömun, taugaskaði, höfuðverkur, minnisleysi og sljóleiki. Rétt meðhöndlun sjúklings skiptir því miklu máli.

Komdu í veg fyr­ir raf­magns­slys

 1. Fullrjúfa straum
 2. Tryggja gegn innsetningu
 3. Sannreyna spennuleysi
 4. Jarðtengja og skammhleypa
 5. Hylja eða girða af nálæga spennuhafa hluti

Til­kynn­ið slys­ið!

Sam­starfs­að­il­ar

Rafmagn er dauðans alvara!

Rétt viðbrögð við rafmagnsslysum

Rafmagn er dauðans alvara!

Rétt viðbrögð við rafmagnsslysum