Rafbílar

Rafbíll eða rafmagnsbíll er ökutæki sem er knúið áfram af rafmagnsmótor og er með rafhlöðu til orkugeymslu. Á Íslandi er allt rafmagn framleitt innanlands. Rafbílar eru því þjóðhagslega hagkvæmir samanborið við bíla sem brenna jarðefnaeldsneyti.

Hleðsla rafbíla hefur í för með sér töluverða straumnotkun sem af getur stafað hætta sé ekki rétt að málum staðið. Til að tryggja öryggi hafa verið settar sérstakar reglur um raflagnir á stöðum þar sem hleðsla rafbíla fer fram, sem og um búnað sem nota skal í þessu skyni. Þessar reglur ásamt árvekni og réttri umgengni notenda við búnaðinn tryggir öryggi við hleðslu rafbíla eins og frekast er unnt.

Myndbönd

Fræðslumyndbönd um rafbíla

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur staðið að gerð fræðslumyndbanda um rafbíla. Myndböndin henta vel fyrir þá sem eiga, eru að hugsa um að fá sér eða eru forvitnir um rafbíla.

Smelltu hér til að horfa fræðslumyndböndin

Myndbönd

Fræðslumyndbönd um rafbíla

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur staðið að gerð fræðslumyndbanda um rafbíla. Myndböndin henta vel fyrir þá sem eiga, eru að hugsa um að fá sér eða eru forvitnir um rafbíla.

Smelltu hér til að horfa fræðslumyndböndin