Mannvirkjaskrá inniheldur upplýsingar um mannvirki á Íslandi.

Í mannvirkjaskrá er að finna upplýsingar um stærðir og eiginleika mannvirkja, framvindu á byggingartíma, upplýsingar sem nýtast við eftirlit með mannvirkjagerð, svo sem byggingarleyfi, úttektir byggingarstjóra og byggingarfulltrúa. Einnig verður hægt að skoða fjölda íbúða í byggingu eftir byggingarstigi. Mannvirkjaskráin mun auðvelda yfirsýn á húsnæðismarkaði og gera stjórnvöldum og öðrum hagaðilum kleift að bæta áætlanagerð og koma í veg fyrir miklar framboðssveiflur með tilheyrandi verðhækkunum húsnæðis og áhrifum á verðbólgu.

Mannvirkjaskrá er einnig mikilvægt stjórntæki á sviði eftirlits með mannvirkjagerð. Með henni verður stjórnsýsla gagnsærri og eftirlit auðveldara sem mun að mati sérfræðinga stuðla að meiri gæðum í mannvirkjagerð og þar af leiðandi gera mannvirki á Íslandi öruggari gagnvart hvers kyns tjóni.

Við mannvirkjaskrána hefur verið þróað skráningarviðmót fyrir byggingarfulltrúa og skoðunarmenn, þar sem aðgengi að skoðunarhandbókum byggingarreglugerðar er bætt. Ásamt því að bjóða uppá mælaborð sem nýtist sveitarfélögum og HMS sem eftirlitstæki, þar sem hægt er að greina upplýsingar sveitarfélaga á einfaldan hátt.

Mannvirkjaskrá

Mannvirkjaskrá