Áfangaúttektir

Með tilkomu nýrrar mannvirkjaskrár verður gerð breyting á skilum á áfangaúttektum byggingarstjóra og þau einfölduð. Hingað til hafa byggingarstjórar verið skyldugir til að skrá niðurstöður áfangaúttekta í byggingagátt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar

Breytt fyrirkomulag á skilum áfangaúttekta byggingarstjóra 

Breytingin felur í sér að nú getur byggingarstjóri sent inn staðfestingu í nýtt vefviðmót mannvirkjaskrár um að hann hafi framkvæmt áfangaúttekt í stað þess að skrá niðurstöður úttektar í byggingargáttina.

Skoðunarskýrslu áfangaúttekta samkvæmt skoðunarlistum HMS vistar hann í gæða­stjórn­unar­kerfi sínu og skilar afriti til viðkomandi byggingarfulltrúaembættis.

Spurn­ing­ar og svör vegna skrán­inga og skil­um á áfanga­út­tekt­um