Leið­bein­ing­ar við skil

Frá og með 1. september 2025 taka gildi kröfur í byggingarreglugerð um gerð og skil lífsferilsgreininga fyrir byggingar í 2. og 3. umfangsflokki, með áherslu á að reikna kolefnisspor bæði á hönnunarstigi (fyrir umsókn byggingarleyfis) og á lokastigi (fyrir lokaúttekt).
Niðurstöðum beggja stiga er skilað inn í rafræna LCA skilagátt hjá HMS. Það er gert bæði með því að brjóta niður niðurstöðurnar á hvern lífsferilsfasa A1-A3, A4, A5, B4, B6, C1-C4 og D, Eining losunar skal gefin upp á fermetra á ári [kg CO2-ígilda á m2 á ári], það skal miða fermetra fjölda við brúttó fermetra.

Ef verið er að nota tölur úr skráningartöflu er hægt að miða við dálk D8 Brúttóflatarmál.

Athuga að hlaða niður kvittun sem staðfestingu á skilum þegar niðurstöðum lífsferilsgreininga hefur verið skilað inn. Frá og með 1. september 2025 verður sú staðfesting eitt af þeim gögnum sem þurfa að liggja fyrir svo byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi eða fari í lokaúttekt.

Hagaðilar eru hvattir til að byrja að nota skilagáttina og skila inn lífsferilsgreiningum áður en krafan tekur gildi.

Ekki er gerð krafa um að þeir aðilar sem geri lífsferilsgreiningar þurfi að hafa lokið tilteknu námi eða hafi sérstök réttindi, en hafi þó þekkingu á mannvirkjagerð. Hins vegar er lagt til að notaður verði hugbúnaður fyrir LCA greiningar til að tryggja gæði gagna, rekjanleika og einfalda LCA sérfræðingum og hönnuðum vinnuna. Ekki er gerð krafa um notkun á ákveðnum hugbúnaði umfram annan, en ætlast til að allar forsendur og bakgrunnsgögn liggi fyrir.

Skil á niðurstöðum lífsferilsgreininga

Skil á niðurstöðum lífsferilsgreininga