Mygla í þvottavélum og ryksugum

Í umhverfi okkar bæði innan og utandyra eru myglugró svífandi um sem við sjáum ekki. Þó lenda því óhjákvæmilega í fötunum okkar og á gólfinu hjá okkur.

Fylgjast þarf sérstaklega með gúmmíhringnum og sápuhólfinu í þvottavélum og hafa svokallaðan HEPA filter í ryksugum sem grípur smáar agnir sem við ryksugum.

Þvottavélar

Staðir sem þarf að fylgjast með í þvottavélum:

  • Sápuhólfið á þvottavélinni er algengur staður fyrir myglu og bakteríur til að safnast upp í. Mikilvægt er að hafa sápuhólfið opið milli þvotta og taka það út og hreinsa bæði hólfið fyrir innan og sjálft sápuhólfið vel reglulega.
  • Gúmmihringurinn á þvottavélinni safnar auðveldlega bakteríum og myglu. Mikilvægt er að hafa hurðina á þvittavélinni opna milli þvotta og fylgjast vel með gúmmíhringnum hvort nokkuð sé að safnast þar af óhreinindum.
  • Aðrir staðir á þvottavélum sem þarf að fylgjast vel með eru rörið niður úr sápuhólfinu. Gott er að fjarlægja óhreinindi þar með flöskubursta.

Ryksugur

Þrif eru mikilvæg þegar kemur að loftbornum myglugróum sem berast í lofti. Ryksugan er mjög mikilvæg þegar kemur að þrifum en mikilvægt er að allar ryksugur í dag séu með svokallaðan HEPA filter í síunni.

HEPA filterinn fangar smáar agnir þegar við ryksugum. Mælt er með HEPA filter síum númer H12 eða H13.