Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sér um löggildingar iðnmeistara og hönnuða á sviði byggingarmála samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010. Stofnunin sér einnig um löggildingu rafverktaka samkvæmt lögum nr. 146/1996 um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga. Upplýsingar um löggildingu rafverktaka má nálgast hér.


Lög­gild­ing iðn­meist­ara

Sótt er um rafrænt um löggildingu iðnmeistara í gegnum Mínar síður á vef HMS.

Eftir að umsókn hefur borist Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er greiðsluseðill sendur í heimabanka umsækjanda. Vinsamlegast athugið að löggildingin verður ekki afhent fyrr en greiðsla hefur borist Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. 

Hægt er að fá sent umsóknareyðublað um löggildingu iðnmeistara fyrir þá sem ekki geta sent inn rafræna umsókn. Ósk um slíkt umsóknareyðublað skal senda á oryggi@hms.is

 

Lög­gild­ing hönn­uða

Sótt er um rafrænt um löggildingu hönnuða í gegnum Mínar síður á vef HMS.

Eftir að umsókn hefur borist Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er greiðsluseðill sendur í heimabanka umsækjanda. Vinsamlegast athugið að löggildingin verður ekki afhent fyrr en greiðsla hefur borist Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Vakin er athygli á því að námskeið vegna löggildingu hönnuða eru haldinn af Iðunni í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sjá á heimasíðu Iðunnar.

Hægt er að fá sent umsóknareyðublað um löggildingu hönnuða fyrir þá sem ekki geta sent inn rafræna umsókn. Ósk um slíkt umsóknareyðublað skal senda á oryggi@hms.is