Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annast útgáfu staðfestinga, raðframleiddra, brunahólfandi innihurða samkvæmt III. kafla laga um byggingarvörur nr. 114/2014. Innflutningsaðilar og framleiðendur brunahólfandi innihurða geta sótt um staðfestingu á nothæfi byggingarvöru annars vegar og gagnkvæma viðurkenningu hins vegar.

Nauð­syn­leg fylgi­gögn um­sókn­ar

A. Staðfesting á nothæfi
1.
Yfirlýsing um nothæfi á íslensku
2. Skýrsla um gerðarprófun
3. Umboð frá framleiðanda (á við ef annar aðili en framleiðandi hurðar óskar staðfestingar á nothæfi)
4. Leiðbeiningar um notkun og upplýsingar um öryggi á íslensku

B. Gagnkvæm viðurkenning
1.
Yfirlýsing um nothæfi á íslensku
2. Skýrsla um gerðarprófun
3. Staðfesting á nothæfi brunahólfandi innihurðar frá viðurkenndum aðilum á Evrópska efnahagssvæðinu
4. Leiðbeiningar um notkun og upplýsingar um öryggi á íslensku

Um sérframleiðslu brunahólfandi innihurða gildir 2. mgr. 9. gr. laga um byggingarvörur. Leggja þarf fram hönnunargögn til umsagnar hjá viðkomandi byggingarfulltrúa áður en viðkomandi vara er sett upp.

Hægt er að sækja rafrænt um staðfestingu á nothæfi byggingarvöru í gegnum mínar síður á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Beiðni um staðfesting á nothæfi byggingarvöru - brunahólfandi innihurðir

Hér er hægt að sækja rafrænt um staðfestingu á nothæfi brunahólfandi innihurða í gegnum mínar síður á vef Húsnæðis og mannvirkjastofnunar

Beiðni um staðfesting á nothæfi byggingarvöru - brunahólfandi innihurðir

Hér er hægt að sækja rafrænt um staðfestingu á nothæfi brunahólfandi innihurða í gegnum mínar síður á vef Húsnæðis og mannvirkjastofnunar