Lífsferilsgreining (LCA)
Lífsferilsgreining (LCA)
Lífsferilsgreining (LCA)
Lífsferilsgreining (LCA)
Spurt og svarað um LCA
Spurt og svarað um LCA
Hér má lesa algengar spurningar og svör varðandi lífsferilsgreiningar.
Lífsferilsgreiningar (LCA)
Lífsferilsgreining (e. life cycle assessment, LCA einnig kallað vistferilsgreining) er stöðluð aðferðafræði sem notuð er til að meta heildstæð umhverfisáhrif vöru eða þjónustu (staðbundin og hnattræn) yfir allan líftímann, með öðrum orðum frá vöggu til grafar.
Með henni eru kortlögð umhverfisáhrif vegna öflunar hráefna, flutninga, framleiðslu, notkunar og úrgangsmeðhöndlunar fyrir viðkomandi vöru eða þjónustu.
Frá og með 1. september 2025 verður skylda að gera lífsferilsgreiningar fyrir nýbyggingar í umfangsflokki 2. og 3. Miða skal við dagsetningu umsóknar um byggingarleyfi. Samkvæmt gr.15.2.1 í byggingarreglugerð er mælst til þess að gerð sé lífsferilsgreining vegna nýrra mannvirkja, viðbygginga, endurgerðar mannvirkja og meiriháttar viðhalds þeirra. Mælst er til þess að tíminn fram að innleiðingu kröfunnar verði nýttur til undirbúnings.
Tilgangurinn er að mæla losun gróðurhúsaloftegunda frá byggingariðnaðinum og stefna að markmiðum stjórnvalda um minnkaða losun. Afla upplýsinga um losun frá byggingariðnaðinum sem verða nýttar markvisst í að stilla af viðmiðunargildi og hámarkslosunartölur. Það hjálpar okkur við að taka upplýstar ákvarðanir sem stuðla að minni losun.
Ef þú getur ekki mælt það, geturðu ekki bætt það.
Ekki er gerð krafa um að þeir aðilar sem geri lífsferilsgreiningar þurfi að hafa lokið tilteknu námi eða hafi sérstök réttindi, en mikilvægt er þó að hafa þekkingu á mannvirkjagerð.
Mælt er með því að nota LCA hugbúnað fyrir LCA greiningar til að tryggja gæði gagna, rekjanleika og einfalda LCA sérfræðingum og hönnuðum vinnuna. Ekki verður gerð krafa um notkun á ákveðnum hugbúnaði umfram annan, en ætlast til að allar forsendur og bakgrunnsgögn liggi fyrir. Ýmsar hugbúnaðarlausnir eru á markaði sem þegar eru nýttar á Íslandi, bæði fríar og sem greitt er fyrir.
LCA hugbúnaður sem ætlaður er byggingariðnaði er í flestum tilvikum tengdur helstu gagnabönkum sem völ er á og þeir einfalda samantekt og síðari uppfærslur á greiningum.
Dæmi um hugbúnað til að nýta við LCA útreiknina: EG Sigma, GaBi, LCAbyg, Madaster, One Click LCA, OpenLCA, SimaPro. Á Íslandi er hvað mesta reynslan af því að nota One Click LCA.
Á dönsku heimasíðunni Videncenter om Bygningers Klimapåvirkninger er tekinn saman listi af dæmum af forritum sem hægt er að nýta við LCA útreikninga.
LCA greiningu má hugsa eins og kostnaðaráætlun. Áætlun í upphafi en verður svo uppfærð með nákvæmari gögnum fyrir lokastig. Með því að gera LCA snemma í hönnun þá má ætla kolefnislosun og gera sér markmið um það að vera undir ákveðnum gildum, þetta verður mikilvægara þegar sett verður hámark á losun sem stefnt er að árið 2027/2028.
Það er verið að gera ráð fyrir +25% álagi við ákveðna þætti, meðaltalstölur sem eru ekki uppfærðar með rauntölum.
Þetta er hugsað sem hvati til að stuðla að nákvæmari greiningum en á sama tíma sett þannig upp að ekki sé nauðsynlegt að uppfæra þennan lið og gefa þannig meira svigrúm við gerð LCA greininga.
Mælt er með því að nota LCA hugbúnað fyrir LCA greiningar til að tryggja gæði gagna, rekjanleika og einfalda LCA sérfræðingum og hönnuðum vinnuna. LCA nær yfir framleiðslu byggingarefna, orkunotkunar til rekstrar og úrgangsmeðferðar byggingarefna við lok nýtingartíma þeirra. Fyrir gagnasafn þarf að safna nákvæmum gögnum, þekkja og mæla öll aðföng (t.d. efni og orku) og framleiðslu (t.d. losun, úrgang) sem tengist byggingunni yfir allan lífsferil hennar. Safna gögnum um efni, byggingarferla, flutning, rekstur, viðhald, endurnýjun og förgun eða endurvinnslu.
Það er mikilvægt að fylgja þeim kerfismörkum sem kröfur um lífsferilsgreininguna skilgreina. Ef byggingarefni finnst ekki í gagnabankanum sem er verið að nota, þá er hægt að nota annan en gera grein fyrir því við skil á gögnum. Ef EPD blöð fyrir íslensk byggingarefni eru til, þá skal leitast við að nota þau. Hægt er að nálgast upplýsingar um EPD blöð á Grænni byggð. Einnig er hægt að nota meðaltalsgögn þegar ekki er hægt að nálgast raungögn.
Þegar verið er að nýta sérstök LCA forrit við gerð greininganna þá er verið að setja inn upplýsingar um byggingahlutana og orkunotkun byggingarinnar og forritið sér þá um LCA útreikningana og safnar niðurstöðum í valdar töflur og skýrslu. Það er reiknað yfir allan líftíma byggingarinnar og tekur því til hráefnisöflunar, framleiðslu byggingarefna, orku- og auðlindanotkunar við rekstur og viðhald, auk förgunar og hugsanlega endurvinnslu byggingarhluta og byggingarefna.
Til að fá frekari kennslu í framkvæmd lífsferilsgreininga eru menntastofnanir með námskeið ásamt því að flest forritin sem hægt er að nota við gerð lífsferilsgreiningana veita sérstakar leiðbeiningar.
LCA greining reiknar út ýmis konar umhverfisáhrif en til að byrja með munum við notast við losun gróðurhúsalofttegunda (GWP), mælt í kgCO2íg/m2/ár. Niðurstöður á hvern lífsferilsfasa A1-A3, A4, A5, B4 og B6, C1-C4 og D. Þessar niðurstöður verða skráðar með einföldum hætti í rafrænni gátt HMS, við umsókn um byggingarleyfi og síðar lokaúttekt. Gera má ráð fyrir að innleiddir verði fleiri umhverfisáhrifaþættir á næstu árum, að lágmarki, auðlindanotkun og vatnsnotkun.
Til þess að stuðla að aukinni endurnotkun á nothæfum byggingarefnum þá er endurnotkun byggingarefna skráð án losunar eða 0 kg CO2-íg/m2/ári, að því gefnu að fyrri notkun byggingarefnisins hafi verið á Íslandi. Flutningar (A4) og byggingarframkvæmdir (A5) eru reiknuð með sama hætti og ef um ný efni væri að ræða.
Að nota endurnýtt byggingarefni stuðlar að betri nýtingu hráefna, minnkar þörf á nýhráefnum og gefur tækifæri á gríðarlegum sparnaði á losun gróðurhúsalofttegunda.
Ítrekað skal að hér er ekki átt við endurunnið efni, heldur endurnotkun í sömu eða svipaðri notkun, t.d. varðveitingu á núverandi steypu þegar um endurbyggingu er að ræða, eða endurnotkun á stálbitum sem fluttir eru frá einum niðurrifstað og nýttir í öðru mannvirki.
Væntur árangur innleiðingar lífsferilsgreininga í byggingarreglugerð:
- Minni losun frá íslenskum byggingariðnaði.
- Byggingarefni með lágt kolefnisspor verði notuð í auknum mæli í íslenskum byggingum.
- Hönnun og framkvæmdir taki í auknum mæli mið af umhverfisvænni aðferðum.
- Vitundarvakning verður innan byggingargeirans varðandi umhverfisáhrif bygginga og byggingaraðilum gert kleift að setja sér mælanleg markmið.
- Framleiðendur íslenskra byggingarefna þróa sína framleiðslu með lágmörkun umhverfisáhrifa að leiðarljósi.
Lífsferilsgreiningar fyrir byggingar – Umfang
Skilgreindur líftími greininga (e. Reference study period) er 50 ár, í samræmi við öll Norðurlöndin og gefur tækifæri á að bera saman niðurstöður milli landa. Þetta viðmið þýðir ekki að viðkomandi mannvirki verði rifið eða hætti starfsemi eftir 50 ár, heldur er einungis notað til samræmingar við Norðurlöndin. Á 50 árum er oftar en ekki búið að ráðast í viðhald á stærri byggingarhlutum og tæknilegum þáttum bygginga og líftími margra byggingarefna runninn út (t.d. þak eða gluggaskipti, og mörg yfirborðsefni t.d. gólfefni endurnýjuð). Þetta má ekki verða til þess að kröfur um endingu efna verði eingöngu til 50 ára, og verður áfram markmið hönnunar að bygging endist sem lengst.
Nei, til að byrja með verða ekki viðmiðunarmörk fyrir loftslagsáhrif. Stefnt er að því að innleiða viðmiðunarmörk fyrir hámarks losun árið 2027/2028.
Skil á gögnum
Upplýsingum um losun verður safnað saman til nánari rannsókna en upplýsingarnar verða ekki rekjanlegar. Önnur úrvinnsla gagna verður gerð til að þróa viðmiðunarmörk í framtíðinni.
Teknar verða lífsferilsgreiningar af handahófi og þær rýndar.
Ef lífsferilsgreiningarnar uppfylla ekki þau skilyrði sem sett eru fram í reglugerð og leiðbeiningum, verður eiganda gefinn kostur á að uppfæra gögnin innan ákveðins frests.