Húsnæðislán

HMS veitir lán til kaupa á íbúðum til eigin nota um land allt.

Um húsnæðislán hjá HMS

Lánin eru jafngreiðslulán og geta verið verðtryggð eða óverðtryggð. 

Við veitum óverðtryggð lán með föstum vöxtum til 3ja ára í senn og verðtryggð lán með föstum vöxtum til 5 ára í senn. Einnig er möglegt að fá lán með föstum vöxtum út lánstímann. 

Einungis er veitt lán til íbúða sem ætlaðar eru til eigin nota. Óheimilt er að eiga fleiri en eina íbúð með láni frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun nema ef sérstakar aðstæður eiga við t.d. vegna atvinnu eða fjölskylduaðstæðna.