Umsókn um stofnframlög

Stofnframlagakerfi HMS hefur verið uppfært. Í þessum áfanga var horft til þess að einfalda sjálft umsóknarferlið og auka kröfur til auðkenningar.

Innskráning er nú bundin við prókúruhafa lögaðila og aðra einstaklinga sem prókúruhafar hafa veitt heimild til þess að skrá sig inn í stofnframlagakerfið fyrir hönd síns fyrirtækis/félags. Heimildin er veitt með umboðsmannakerfi island.is á Mínar síður á island.is. Prókúruhafi hefur sjálfkrafa aðgang að kerfinu. Hann skráir sig inn með sínum persónulegum rafrænum skilríkjum og smellir á fyrirtækið til að halda áfram inn í kerfið. Hér fyrir neðan er skjal með leiðbeiningum um að veita öðrum en prókúruhafa aðgang að stofnframlagakerfi HMS.

Það er lykilatriði að fylla vel út umsóknarformið og skila þeim gögnum sem fylgja eiga með umsókn, sbr. 12. gr. laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og 14. gr. reglugerðar nr. 183/2020, því það hefur áhrif á mat á umsókn og getur haft áhrif á forgangsröðun umsóknar.

Bent er á að hluti af gögnum sem skila á með umsókn er innbyggt í umsóknarformið.

Umsækjendum er bent á að hafa samband við sérfræðinga HMS til aðstoðar við útfyllingu umsóknar og viðskiptaáætlunar ef á þarf að halda.

Hægt er að hafa samband í síma 440-6400 eða senda fyrirspurn í tölvupósti á netfangið stofnframlag@hms.is.

Opið fyrir umsókn um stofnframlög

Auglýst er eftir umsóknum í síðari úthlutun fyrir árið 2023 um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020.

Opið fyrir umsókn um stofnframlög

Auglýst er eftir umsóknum í síðari úthlutun fyrir árið 2023 um stofnframlög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020.

Leiðbeiningar að stofnframlagakerfi

Leiðbeiningar til þess að veita öðrum aðgang að stofnframlagakerfi HMS.

Leiðbeiningar að stofnframlagakerfi

Leiðbeiningar til þess að veita öðrum aðgang að stofnframlagakerfi HMS.