Húsnæðisáætlanir

Eitt af hlutverkum HMS er að halda utan um og aðstoða sveitarfélögin við gerð húsnæðisáætlana.  Húsnæðisáætlunum er ætlað að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, bæði til skemmri og lengri tíma.

Hlut­verk Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar

Samkvæmt lögum um nr. 44/1998 um húsnæðismál hefur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun m.a. það hlutverk að halda utan um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga og vera sveitarfélögunum til ráðgjafar við gerð þeirra.

HMS ber að fylgjast með áætlanagerð sveitarfélaga um þörf á íbúðarhúsnæði í sveitar­félaginu og veita ráðgjöf og upplýsingar við áætlanagerðina.

HMS lætur sveitarfélögum í té þau gögn og aðrar upplýsingar á sviði húsnæðismála sem hann hefur safnað og nýst geta sveitarfélögum við vinnslu húsnæðisáætlana.

Tengiliðir HMS

Ef þig vantar nánari upplýsingar getur þú haft samband við teymi húsnæðisáætlana hjá HMS. Elmar Erlendsson er teymisstjóri.

Elmar Erlendsson

Jón Örn Gunnarsson

Reglugerð um húsnæðisáætlanir

Í Reglugerð nr. 1248/2018 er hægt að nálgast nánari upplýsingar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.

Reglugerð um húsnæðisáætlanir

Í Reglugerð nr. 1248/2018 er hægt að nálgast nánari upplýsingar um húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.