Stjórn og skipurit
Hlutverk Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar Að vernda líf og heilsu manna, eignir og umhverfi með því að tryggja faglegan undirbúning mannvirkjagerðar og virkt eftirlit með gæðum, öryggi og heilnæmi. Að auka aðgengi almennings að viðunandi húsnæði á viðráðanlegu verði, hvort sem er til eignar eða leigu. Að meta framtíðarþörf og áætla framboð húsnæðis og stuðla þannig að auknum stöðugleika á húsnæðismarkaði.
Framtíðarsýn
Að vera leiðandi í opinberri þjónustu við almenning, nýsköpun og stafrænum lausnum. Að auka samstarf og samræmingu á sviði húsnæðis- og mannvirkjamála og hafa stuðlað að lækkun vistspors byggingariðnaðarins.
Stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar
Formaður stjórnar: Sigurjón Örn Þórsson
Varaformaður stjórnar: Ásta Pálmadóttir
Elín Oddný Sigurðardóttir
Karl Björnsson
Björn Gíslason