Leigusamningar eftir landshlutum
Leigusamningar eftir landshlutum
Á meðfylgjandi súluriti má sjá fjölda leigusamninga sem taka gildi og falla úr gildi í hverjum mánuði eftir landshlutum frá júnímánuði 2023.
Athugið að hér er notast við upphafsdagsetningu (þ.e. daginn sem samningur tekur gildi), ólíkt því sem notað er í leiguverðsjá þar sem miðað er við verðdag.
Gögnin eru uppfærð vikulega á hverjum föstudegi.
- „Allt landið“ tekur til allra leigusamninga sem hafa skráð heimilisfang í leiguskrá*
- „Höfuðborgarsvæðið“ tekur til leigusamninga í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjósarhreppi
- „Nágrenni höfuðborgarsvæðisins“ tekur til leigusamninga í Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ, Sveitarfélaginu Vogum, Suðurnesjabæ, Akraneskaupstað, Hveragerðisbæ, Sveitarfélaginu Árborg og Sveitarfélaginu Ölfusi.
- „Akureyri“ tekur til leigusamninga í Akureyrarbæ.
- „Annað á landsbyggð“ tekur til leigusamninga í öllum sveitarfélögum á landsbyggðinni, að Akureyrarbæ frátöldum.
Til viðbótar við samningana sem sýndir eru hér að ofan hefur leiguskrá að geyma yfir 12 þúsund leigusamninga með upphafsdag fyrir júnímánuð 2023.
*Leigusamningar sem eru í leiguskrá en innihalda ekki heimilisfang koma ekki fram í heildarfjölda leigusamninga um allt landið í myndinni hér að ofan.