Mælaborð um fyrstu kaupendur
Mælaborð um fyrstu kaupendur
Mælaborðið sýnir mánaðarleg gögn frá árinu 2007 um fjölda kaupsamninga á íbúðum eftir því hvort kaupendur séu lögaðilar, fyrstu kaupendur eða aðrir kaupendur. Einnig er hægt að sjá meðalverð eftir ofangreindum tegundum kaupenda.
Hægt er að flokka gögnin eftir landshlutum, sveitarfélögum og tegund íbúða. Íbúðum er annars vegar flokkað eftir því hvort þær séu nýjar eða ekki og hins vegar eftir því hvort þær séu sérbýli eða fjölbýli. Gögnin eru uppfærð mánaðarlega og byggja á gögnum úr fasteignaskrá HMS.
- Kaupendur eru skilgreindir sem fyrstu kaupendur ef þeir hafa ekki komið fyrir í þinglýsingarkerfi sýslumanna og ekki finnst eldri eignarheimild.
Notkunarleiðbeiningar
- Hægt er að velja mörg sveitarfélög og marga landshluta með því að halda inni ctrl takkanum (command takki á Mac) og velja það sem þarf.
- Til þess að hala niður gögnunum á bak við mælaborðið þarf að smella hvar sem er á grafið á mælaborðinu, velja punktana þrjá efst í hægra horninu og smella á „Export data“.