Ef stærð eða mörk lands vantar í landeignaskrá er HMS heimilt að áætla þau til skráningar. Áætlunin byggir á kortlagningu landamerkja jarða út frá tiltækum heimildum og samningum eigenda. Út frá þessum gögnum eru unnin áætluð mörk sem gefa heildstæða mynd af eignarhaldi fasteigna á Íslandi og gera afmarkanir sýnilegar í vefsjá landeignaskrár. Með þessu er stuðlað að betri stefnumörkun og stjórnsýslu um eignarhald lands. 

Sækja Áætlun Eignamarka (SHP/ZIP)

Gagnasafnið „Áætluð eignamörk“ inniheldur einungis fasteignir þar sem athugasemdaferli við eigendur er lokið og niðurstaða HMS birt. Ný svæði bætast inn eftir því sem verkefnið vinnst áfram. Áætluðum mörkum er ekki breytt eftir birtingu nema til að leiðrétta augljós mistök. 

Lagaheimild HMS til áætlunar kemur fram í lögum nr. 6/2001 um skráningu, merki og mat fasteigna. Færsla í landeignaskrá hefur engin áhrif á tilvist eða efni einkaréttar eða þinglýsingarhluta fasteignaskrár. 

Áætlun Eignamarka er hér á .shp formi sem auðvelt er að skoða í landupplýsinga- og teikniforritum. Gagnasafnið samanstendur af þremur skrám sem mynda eina heild: 

HORNMARK (punktar) 

MERKI (línur) 

SKIKI (flákar) 

Í SKIKI er yfirleitt heildarlýsing fasteignar, en HORNMARK og MERKI staðsetja landfræðilega örnefni og landform úr heimildum. Gögnin eru gefin út í hnitakerfinu ISN93 (EPSG:3057). Mælt er með að nota örnefnagrunn Náttúrufræðistofnunar sem stoðgagn. Breytingar eru uppfærðar vikulega. 

Lýsigögn og eigindalýsing Áætlunar Eignamarka