16. apríl 2025
20. maí 2019
Varasamir hleðslubankar
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun VÍS á hleðslubönkum merktum fyrirtækinu, vegna mögulegrar hættu sem af þeim getur stafað. VÍS hefur afhent þessa hleðslubanka sem gjafir, aðallega í fyrirtækjaheimsóknum, á árunum 2016 til 2019.
Mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun VÍS á hleðslubönkum merktum fyrirtækinu, vegna mögulegrar hættu sem af þeim getur stafað. VÍS hefur afhent þessa hleðslubanka sem gjafir, aðallega í fyrirtækjaheimsóknum, á árunum 2016 til 2019.
Rafföng: Hleðslubankar.
Framleiðandi/Vörumerki: Hleðslubankarnir eru merktir VÍS.
Hætta: Áverka- og brunahætta. Hleðslubankarnir geta bólgnað upp og mögulega „sprungið“. Vitað er um tvö tilfelli hér á landi þar sem hleðslubankar af þessari gerð hafa bólgnað upp.
Þekktir söluaðilar á Íslandi: VÍS hefur afhent þessa hleðslubanka sem gjafir, aðallega í fyrirtækjaheimsóknum.
Sölutímabil: Á árunum 2016 til 2019.
Mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og umráðamanna hleðslubanka eins og hér um ræðir að hætta notkun þeirra þegar í stað. Sjá nánar fréttatilkynningu VÍS
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS