14. nóvember 2024
13. nóvember 2024
Opnun leiðbeiningagáttar við ákvæði byggingarreglugerðar
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Þann 5. nóvember síðastliðinn hélt HMS útgáfuviðburð þar sem kynnt var nýja leiðbeiningagátt um gerð og útgáfu leiðbeininga við ákvæði byggingarreglugerðar.
Markmiðið með gáttinni er að auðvelda sérfræðingum að:
- koma á framfæri ábendingum varðandi þörf á endurskoðun leiðbeininga eða gerð á nýjum
- koma á framfæri áhuga á að taka þátt í gerð leiðbeininga
- fá yfirsýn yfir þær leiðbeiningar sem verið er að vinna, hvort sem um er að ræða nýjar leiðbeiningar eða endurskoðun
- veita umsagnir við drög að nýjum sem endurskoðuðum leiðbeiningum
Útgáfa Rb-blaðsins er í samræmi við lið 2.3. í Vegvísi að mótun rannsóknarumhverfis mannvirkjagerðar. Þar er kveðið á um að koma á skilvirkri útgáfu á fjölbreyttum, hagnýtum leiðbeiningum fyrir iðnaðarmenn.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS