13. nóvember 2024

Opnun leiðbeiningagáttar við ákvæði byggingarreglugerðar

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Þann 5. nóvember síðastliðinn hélt HMS útgáfuviðburð þar sem kynnt var nýja leiðbeiningagátt um gerð og útgáfu leiðbeininga við ákvæði byggingarreglugerðar.

  • Nýju leiðbeiningagáttina má nálgast með því að smella á þennan hlekk
  • Upptöku af útgáfuviðburðinum 5. nóvember má nálgast með því að smella á þennan hlekk

Markmiðið með gáttinni er að auðvelda sérfræðingum að:

  • koma á framfæri ábendingum varðandi þörf á endurskoðun leiðbeininga eða gerð á nýjum
  • koma á framfæri áhuga á að taka þátt í gerð leiðbeininga
  • fá yfirsýn yfir þær leiðbeiningar sem verið er að vinna, hvort sem um er að ræða nýjar leiðbeiningar eða endurskoðun
  • veita umsagnir við drög að nýjum sem endurskoðuðum leiðbeiningum

Útgáfa Rb-blaðsins er í samræmi við lið 2.3. í Vegvísi að mótun rannsóknarumhverfis mannvirkjagerðar. Þar er kveðið á um að koma á skilvirkri útgáfu á fjölbreyttum, hagnýtum leiðbeiningum fyrir iðnaðarmenn.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS