17. júlí 2024

Möguleg brunahætta af völdum hleðslubanka frá IKEA

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vekur athygli á innköllun IKEA á hleðslubönkum af gerðinni VARMFRONT. Innköllunin nær til hleðslubanka af tilteknum gerðum, með tegundarnúmerum og dagsetningum sem finna má á þeim, sjá nánar í innköllun IKEA.

 

Rafföng: Hleðslubankar af gerðunum IKEA Varmfront 10 400mAh og IKEA Varmfront 5 200mAh.

Framleiðandi/Vörumerki: IKEA Varmfront 10, 400mAh og IKEA Varmfront 5, 200mAh.   

Þekktir söluaðilar á Íslandi: IKEA en mögulega gætu þessir hleðslubankar hafa borist hingað til lands eftir öðrum leiðum, t.d. í gegnum vefverslanir.

Hætta: Brunahætta getur stafað af þessum hleðslubönkum.

HMS beinir því til allra eigenda og notenda viðkomandi búnaðar að hætta notkun hans þegar í stað og hafa samband við IKEA.

Sjá frekari upplýsingar og leiðbeiningar í innköllun IKEA: https://ikea.is/is/innkollun.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS