30. október 2024

Meiri velta og fleiri kaupsamningar um atvinnuhúsnæði í september

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Velta kaupsamninga um atvinnuhúsnæði jókst töluvert milli mánaða í september
  • Velta með atvinnuhúsnæði um það bil tvöfaldast á milli mánaða á höfuðborgarsvæðinu og þrefaldast á milli mánaða utan höfuðborgarsvæðisins
  • Kaupsamningar um atvinnuhúsnæði fjölgaði á milli mánaða úr 92 í ágúst í 121 í september

Heildarvelta kaupsamninga um atvinnuhúsnæði nam 10,7 milljörðum króna í september, sem er tvöfalt meiri velta en í ágúst. Á sama tíma fjölgaði samningum á milli mánaða úr 92 í ágúst í 121 í september. Þetta kemur fram í mánaðarlegum tölum HMS um veltu með atvinnuhúsnæði, sem nálgast má hér að neðan.

Mánaðartölur um veltu um atvinnuhúsnæði

Mánaðartölur um veltu um atvinnuhúsnæði

Fleiri samn­ing­um þing­lýst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Þinglýstir kaupsamningar um atvinnuhúsnæði voru alls 121 talsins í september og fjölguðu þeim um 29 talsins milli mánaða. Fleiri samningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu, eða 68 talsins á meðan 53 samningum var þinglýst utan höfuðborgarsvæðisins.

Mánaðarlegur fjöldi kaupsamninga um atvinnuhúsnæði 2020-2024

Á myndinni hér að ofan má sjá mánaðartölur yfir fjölda kaupsamninga um atvinnuhúsnæði á landinu öllu, höfuðborgarsvæðinu og annars staðar á landinu frá ársbyrjun 2020.

Dýr­ari við­skipti með at­vinnu­hús­næði í sept­em­ber

Velta með atvinnuhúsnæði nam 7,05 milljörðum króna á höfuðborgarsvæðinu og 3,69 milljörðum króna á landsbyggðinni í september. Meðalkaupverð atvinnuhúsnæðis var því 69,6 milljónir króna á landsbyggðinni, sem er 166 prósent hærra en í ágúst á föstu verðlagi. Líta þarf aftur til byrjun árs 2023 til að finna hærra meðalkaupverð á föstu verðlagi. Meðalkaupverð atvinnuhúsnæðis var 103,7 milljónir króna á höfuðborgarsvæðinu og hækkar um 6 prósent á milli mánaða á föstu verðlagi.

Hægt er að nálgast mánaðarlegar tölur um fjölda kaupsamninga á atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði sem og öðru húsnæði eftir sveitarfélögum, landshlutum og fjölda kaupenda í nýrri kaupverðsjá með því að smella á þennan hlekk. Þar er hægt að skoða upplýsingar um kaupsamninga eftir byggingarári, fermetrafjölda, tegund og staðsetningu fasteigna.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS