23. apríl 2025
19. október 2021
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 1,2% í september
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,2% á milli mánaða í september samkvæmt vísitölu íbúðaverðs sem Þjóðskrá heldur úti, í mánuðinum á undan hækkaði vísitalan um 1,6%. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs er nú 16,6% miðað við 16,4% í ágúst.
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,2% á milli mánaða í september samkvæmt vísitölu íbúðaverðs sem Þjóðskrá heldur úti, í mánuðinum á undan hækkaði vísitalan um 1,6%. Tólf mánaða hækkun íbúðaverðs er nú 16,6% miðað við 16,4% í ágúst.
Mikill munur er á hækkunum í sérbýli annarsvegar og fjölbýli hinsvegar en tólf mánaða hækkun sérbýlis mælist nú 21,1% en hækkun íbúða í fjölbýli 15,2%. Þó var ekki mikill munur á hækkunum milli mánaða í september en verð á sérbýlum hækkaði ögn meira en verð á íbúðum í fjölbýlum eða 1,3% á móti 1,2%.
Frá miðju ári 2017 og þar til í byrjun þessa árs hækkaði íbúðaverð nokkurn veginn í takt við almennt verðlag þrátt fyrir að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði hafi verið mikil allt frá byrjun sumars 2020. Þessi mikla eftirspurn olli dróg hins vegar hratt úr fjölda íbúða til sölu. Það var því viðbúið að íbúðaverð tæki að hækka sökum skorts á framboði af eignum en frá því í febrúar hafa íbúðir í fjölbýli hækkað um 12.2% í verði og sérbýli um 19.6%.
Þótt ýmislegt bendi til þess að eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði sé aðeins farið að dragast saman eins og fram kom í síðustu mánaðarskýrslu hagdeildar þá hefur íbúðum til sölu á höfuðborgarsvæðinu haldið áfram að fækka. Íbúðum hefur til að mynda fækkað um nærri 20% seinastliðin mánuð, þ.e. frá 19. september-19. október, og eru nú um 650 íbúðir til sölu á öllu höfuðborgarsvæðinu. Til samanburðar voru þær rúmlega 2.200 þegar mest lét í maí í fyrra. Því þarf ekki að koma á óvart ef íbúðaverð heldur áfram að hækka. Undangengnar stýrivaxtahækkanir Seðlabankans og aðrar aðgerðir hans sem reifaðar voru í mánaðarskýrslunni gætu hins vegar hægt á íbúðarverðshækkunum á komandi mánuðum.
Útgáfuáætlun
Hér má sjá útgáfuáætlun HMS