19. september 2024

HMS birtir nýtt mælaborð og endurbætta kaupskrá fasteigna

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS

  • Nýtt mælaborð fyrir kaupverð fasteigna er nú aðgengilegt á vef HMS, en þar er hægt að nálgast markaðsupplýsingar um fasteignamarkaðinn með aðgengilegum hætti
  • Hægt er að nálgast kaupverð eftir útgáfudegi samnings, ásamt stærð, staðsetningu, aldri og tegund fasteigna
  • Mælaborðið byggir á kaupskrá fasteigna, sem HMS hefur endurbætt með því að bæta við kaupsamningum sem voru áður óskráðir eða skráðir með röngum hætti

HMS hefur birt nýtt mælaborð fyrir kaupverð fasteigna. Með mælaborðinu er hægt að nálgast miðgildi kaupverðs eftir byggingarári, fermetrum, sveitarfélagi, póstnúmeri, tegund fasteignar og útgáfudegi kaupsamnings frá árinu 2006. Mælaborðið inniheldur einnig gagnvirkt kort sem sýnir staðsetningu hvers kaupsamnings sem liggur að baki útreikningunum.

Á mynd hér að neðan má sjá skjáskot af mælaborðinu, en það er unnið úr staðfangaskrá og kaupskrá fasteigna sem uppfærist á 22. degi hvers mánaðar.

End­ur­bætt kaup­skrá með fleiri kaup­samn­ing­um

Samhliða útgáfu mælaborðsins hefur HMS yfirfarið skráningu kaupsamninga.  Við þá yfirferð kom í ljós að nokkur fjöldi kaupsamninga hafði ekki skilað sér í kaupskrá áður en HMS tók við rekstri fasteignaskrár um mitt ár 2022. Flestir þessara samninga voru frá árunum 2020-2021 þegar að rof varð á ýmsum ferlum hjá þáverandi rekstraraðila fasteignaskrár, samfara heimsfaraldri. Talnaefni sem er aðgengilegt á HMS.is og fasteignaskra.is hefur verið uppfært miðað við þessi nýju gögn.

Póstlisti HMS

Skráðu þig á póstlista HMS og fáðu allar nýjustu fréttir sendar í pósthólfið þitt.

Útgáfuáætlun

Hér má sjá útgáfuáætlun HMS