Áætlun eignamarka

Áætlun eignamarka

Áætlun eignamarka

Áætlun eignamarka

Um áætl­un eigna­marka

Um áætl­un eigna­marka

Ástæða þess að verkefnið fór af stað hjá HMS er að ná fram heildstæðri mynd af eignarhaldi fasteigna á Íslandi og gera afmarkanir aðgengilegar í kortaviðmóti landeignaskrár. Með því er hægt að styðja við stefnumörkun og stjórnsýslu er varðar eignarhald lands á Íslandi. 

Samkvæmt lögum bera landeigendur sjálfir ábyrgð á að gera merki sín skýr. Skýr merki eru þau sem eru hnitsett með lögformlegum hætti eða óumdeild og skýr frá náttúrunnar hendi.

Enn á eftir að kortleggja fjölda margar jarðir í dreifbýli og því getur verið erfitt að átta sig á staðsetningu fasteigna og hvert eignarhaldið er á tilteknum landsvæðum. Það skapar óvissu við kaup, sölu og veðsetningu viðkomandi eigna ef upplýsingar um legu landamerkja og stærð fasteigna skortir. Eins flækir það undirbúning ýmissa framkvæmda þegar þessar upplýsingar skortir og það sama á við um ýmsar stjórnsýsluákvarðanir sem byggja á stærð eða afmörkun fasteigna. 

Markmiðið með ætlun eignamarka er að draga úr þessari óvissu en jafnframt draga fram og gera sýnileg þau svæði þar sem eignarhald lands er háð óvissu eða þar sem deilur eru um landsvæði. 

Áætluð eignamörk eru þannig til hagsbóta fyrir landeigendur jafnt sem stjórnvöld þar sem aðgengi að upplýsingum er betra sem skilar samfélaginu skilvirkari stjórnsýslu og ákvarðanatöku. 

Með verkefninu um áætlun eignamarka er HMS að: 

  • Kortleggja áður ókortlögð landamerki í landeignaskrá og ná þannig fram bættir heildarsýn yfir eignarhald lands á Íslandi 
  • Auka og auðvelda aðgengi að upplýsingum um afmarkanir landa og lóða til hagsbóta fyrir landeigendur og aðra sem þurfa á upplýsingunum að halda svo sem við skipulag fjallskila, arðgreiðslu vegna hlunninda, veiði og svo framvegis. 
  • Veita meiri vissu en áður, um staðsetningu og stærð fasteigna við kaup, sölu og veðsetningu þeirra 
  • Auðvelda stjórnvöldum og öðrum að taka upplýstar ákvarðanir við gerð skipulags- og framkvæmdaáætlana og framkvæmd laga sem eru háð afmörkun fasteigna samanber ákvæði jarðalaga um leyfi ráðherra um ráðstöfun fasteignar ef viðtakandi réttar og tengdir aðilar eiga fyrir fasteign eða fasteignir sem eru samanlagt 1.500 hektarar eða meira að stærð. 

Þar sem eignarhald lands er óljóst eða þar sem deilur eru um merki, munu áætluð merki einfaldlega sýna óvissuna en leysa hana ekki. HMS mun því ekki leysa úr deilum eða teikna merki milli jarða ef heimildir eru ekki skýrar um legu þeirra. 

Áætlun eignamarka hefur ekki áhrif á tilvist eða efni eignarréttinda jarðeigenda. Nánar um lagaheimild HMS til að áætla eignamörk í 3. grein a. laga nr. 6/2001 um skráningu, merki og mat fasteigna. 

Gögn að baki áætl­aðra landa­merkja

Við áætlun eignamarka er stuðst við margskonar opinber gögn líkt og landamerkjalýsingar frá þjóðskjalasafni, ýmis þinglýst skjöl svo sem landamerkjayfirlýsingar, afsöl, nýbýlaskrár, mæli- og lóðablaða frá sveitarfélögum auk annara skjala í vörslu HMS. Upplýsingar í heimildunum þarf að lesa saman og túlka og til að staðsetja örnefni og lýsingar sem best í korti er stuðst við ýmis stoðgögn. Sem dæmi má nefna örnefnagrunn Landmælinga Íslands, örnefnalýsingar Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, túnakort frá Matís, þrívítt hæðarlíkan og upplýsingar um vatnafar frá Landmælingum Íslands og háupplausna myndkort frá Loftmyndum ehf.  

 

Áætl­uð land­stærð

Út frá staðsetningu áætlaðra merkja er hægt að finna út tvennskonar stærðarupplýsingar, mæld stærð afmörkunar en þar að auki verður sett fram áætluð stærð. Til að finna áætlaða stærð er samanlögð mæld stærð allra séreignar- og sameignarskika jarðar notuð ásamt því að landstærð annarra skráðra fasteigna sem lenda innan merkja jarða, er dregin frá. Mæld stærð og áætluð stærð tiltekinnar jarðar, geta því verið ólíkar tölur. Skráningu landstærðar jarða verður ekki breytt í fasteignaskrá þó að merki þeirra séu áætluð. Slík breyting á skráningu fasteignar krefst gerðar nýrrar merkjalýsingar sem landeigandi þarf að fá merkjalýsanda til að framkvæma.  

 

Kostn­að­ur

Áætlun á merkjum jarða eru eigendum að kostnaðarlausu. Ætli eigandi að láta gera merkjalýsingu um eign sína, er það utan þessa verkefnis og fellur sá kostnaður á eiganda.  

Fer­ill verk­efn­is

Und­an­skil­ið verk­efn­inu

  • Engin ný skjöl eða samningar eru gerðir við áætlun eignamarka. 
  • Fullnaðarskráning jarðar með tilheyrandi gerð merkjalýsingar er ekki hluti af áætlun eignamarka. Merkjalýsing er einungis gerð af frumkvæði landeiganda sjálfra. 
  • Skráningu fasteignar er ekki breytt við áætlun eignamarka, sérstaklega ber að nefna að skráðri landstærð eignarinnar er ekki breytt. 
  • Skráning eða yfirferð á hvers konar óbeinum eignarréttindum líkt og ítökum. 
  • Fasteignir af gerðinni lóð eru undanskildar í fyrstu atrennu. 

Fulln­að­ar­skrán­ing  

Fullnaðarskráning er skráning í fasteignaskrá sem sum uppfyllir þær lögbundnar kröfur sem gerðar eru til skráningarinnar á þeim tíma sem skráning á sér stað. Fullnaðarskráning byggist á heimildum, þinglýstum eða staðfestum af sveitarfélagi og sýnir hnitsetta afmörkun fasteignarinnar í heild,  þar með taldir allir skikar í séreign og sameign. 

Lög og reglu­gerð­ir um áætl­un eigna­marka

6/2001: Lög um skráningu, merki og mat fasteigna 

134/2024 – Reglugerð um áætlun eignamarka

160/2024 – Reglugerð um merki fasteigna