Áætlun eignamarka
Áætlun eignamarka
Áætlun eignamarka
Áætlun eignamarka
Staðfesting áætlunar
Staðfesting áætlunar
Landeigandi getur ráðið merkjalýsanda til að vinna merkjalýsingu fyrir sig og klára fullnaðarskráningu á merkjum jarðarinnar. Allir landeigendur þurfa að samþykkja landamerki og aðrar upplýsingar í merkjalýsingu. Vinna HMS við áætlun eignamarka getur í slíkum tilvikum sparað merkjalýsanda vinnu og þannig orðið til sparnaðar fyrir landeiganda.
Fullnaðarskráning
Fullnaðarskráning er formleg hnitsetning eignamarka jarðar og byggist á heimildum, þinglýstum eða staðfestum af sveitarfélagi og sýnir eignina afmarkaða að fullu, það er alla séreignarskika og alla sameignarskika. Með slíkri fullnaðarskráningu teljast landamerki óumdeild. Fullnaðarskráning og gerð merkjalýsingar er framkvæmd af merkjalýsanda. Merkjalýsandi er einstaklingur sem hefur löggildingu frá ráðherra til að vinna merkjalýsingar. Hér má finna lista yfir merkjalýsendur
Sáttameðferð sýslumanns
Ágreiningssvæði er afmarkaður hluti lands sem tveir eða fleiri landeigendur telja vera innan sinna landeignamarka. Ágreiningssvæði eru sýnd í vefsjá landeigna sem óljóst eignarhald. Innsendar athugasemdir vegna verkefnisins Áætlun eignamarka, geta orðið til þess að tiltekin svæði verði merkt á þann hátt.
Þegar eigendur deila um merki eigna sinna geta þeir leitað sátta hjá Sýslumanni. Sáttameðferð er skilyrði þess að höfðað verði landamerkjamál fyrir dómi. Reynist sáttameðferð Sýslumanns árangurslaus þá er gefið út vottorð þess efnis.