Aflýst: Þróun og framtíðarhorfur íbúðamarkaðar og byggingarmála á Norðurlandi eystra
Hafnarstræti 107, Akureyri
Upplýsingar
Hafnarstræti 107, Akureyri
10
des.
Því miður þarf að aflýsa viðburðinum sökum ófærðar. Nýr viðburður verður auglýstur síðar
Miðvikudaginn 10. desember verður haldinn opinn fundur um þróun og framtíðahorfur íbúðarmarkaðar á Norðurlandi eystra. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum HMS, Hafnarstræti 107 á Akureyri, kl. 12 og er opinn öllum. Að fundinum standa HMS, Tryggð byggð og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.
Á fundinum verður fjallað um atvinnuþróun í landsbyggðunum, stöðuna á íbúðamarkaði og stöðu innleiðingar nýs viðmóts byggingarleyfa og næstu skref við þróun viðmótsins.
Dagskrá
- Staðan í Akureyrarbæ
Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar - Íbúðauppbygging og framtíðarhorfur
Jón Örn Gunnarsson, sérfræðingur húsnæðisáætlana hjá HMS - Byggingarleyfi á Íslandi – allt á einum stað
Dagný Geirdal, verkefnastjóri Mannvirkjaskrár hjá HMS
Fundarstjóri verður Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri SSNE.
Húsið opnar kl. 11:45 og verður boðið upp á léttar veitingar meðan á fundi stendur. Fundargestum er boðið samtal við frummælendur eftir fundinn.
Við bjóðum öll velkomin og hlökkum til að sjá ykkur.
