Mínar síður

Opin vinnustofa 11. ágúst: Samræming lífsferilsgreininga fyrir íslenskar byggingar 

Opin vinnustofa 11. ágúst: Samræming lífsferilsgreininga fyrir íslenskar byggingar 
Opin vinnustofa 11. ágúst: Samræming lífsferilsgreininga fyrir íslenskar byggingar  litil mynd
location-svg

Grand hótel

09:00-11:30

Upplýsingar

location-svg

Grand hótel

09:00-11:30

11 - 12

ágúst - júlí

Opin vinnustofa 11. ágúst: Samræming lífsferilsgreininga fyrir íslenskar byggingar 

Opin vinnustofa 11. ágúst: Samræming lífsferilsgreininga fyrir íslenskar byggingar 
Opin vinnustofa 11. ágúst: Samræming lífsferilsgreininga fyrir íslenskar byggingar  litil mynd
location-svg

Grand hótel

09:00-11:30

Upplýsingar

location-svg

Grand hótel

09:00-11:30

11 - 12

ágúst - júlí

Mótun samræmdrar aðferðafræði við gerð lífsferilsgreininga fyrir byggingar á Íslandi er að hefjast, í samræmi við aðgerð 5.1.3. í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð. Vegvísirinn kom út í júní 2022 á vegum Byggjum grænni framtíð, samstarfsverkefnis stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um vistvænni mannvirkjagerð (sjá nánar https://byggjumgraenniframtid.is/utgefid-efni/).

 

Af því tilefni boðar HMS til opinnar vinnustofu á Grand hóteli þann 11. ágúst kl. 09:00-11:30.

 Tilgangur vinnustofunnar er að fá innlegg frá hagaðilum fyrir komandi vinnu við að samræma gerð lífsferilsgreininga fyrir íslenskar byggingar.

 Tilgangur lífsferilsgreininga (e. Life Cycle Assessment eða LCA) er að reikna heildar umhverfisáhrif sem verða vegna framleiðslu, notkunar og förgunar á vöru eða þjónustu.

 

 - - -

 

DAGSKRÁ VINNUSTOFU

• Kynning á notkun og samræmingu lífsferilsgreininga á Norðurlöndum: Harpa Birgisdóttir og Matti Kuttinen.

 Harpa Birgisdóttir er prófessor við Álaborgarháskóla og hefur verið leiðandi við þróun og innleiðingu LCAbyg í Danmörku.

 Matti Kuittinen er arkitekt og sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu í Finnlandi. Hann hefur yfirgripsmikla þekkingu á þróun vistvænnar mannvirkjagerðar auk þess að leiða samræmingu lífsferilsgreininga fyrir byggingar á Norðurlöndum.

 • Skipulagðar umræður þátttakenda á hringborðum um samræmda aðferðafræði við gerð lífsferilgreinina fyrir byggingar á Íslandi.

 

- - -

 

Skráning á vinnustofuna fer fram hér: https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=cmQlxyImfkGJVaVO6woRDnobqvHunl5Imwd2rCSaNadUQVROTkExT0FGT0hWOE8zM1BQODhFOFhPRi4u

 

Verið öll velkomin - við hlökkum til að sjá ykkur!

 Við hvetjum öll til að ganga, hjóla eða nota aðrar vistvænar samgöngur. Strætóar nr 4 og 14 stoppa rétt hjá Grand hótel.