Eflum atvinnulíf á Austurlandi

location-svg

Berjaya Hérað hótel

12:00

Upplýsingar

location-svg

Berjaya Hérað hótel

12:00

8

nóv.

Eflum atvinnulíf á Austurlandi

location-svg

Berjaya Hérað hótel

12:00

Upplýsingar

location-svg

Berjaya Hérað hótel

12:00

8

nóv.

Þriðjudaginn 8. nóvember verður haldinn opinn fundur um atvinnuuppbyggingu og þróun íbúðarmarkaðar á landsbyggðinni. Fundurinn verður haldinn á Berjaya Hérað hótel kl .12 og er opinn öllum. Að fundinum standa ýmsir aðilar sem láta sig varða uppbyggingu á landsbyggðinni eða Austurbrú, HMS, Byggðastofnun, Lóa nýsköpunarstyrkur og Samtök iðnaðarins.

Á fundinum verður tekið fyrir hvernig atvinna er að þróast á landsbyggðinni, hver staðan er á íbúðamarkaði, lánaúrræði sem standa til boða og eru ætluð til að stuðla að aukinni íbúðauppbyggingu, nýsköpunarstyrkir og fleira.

 Dagskrá

  • Svæðisskipulag Austurlands 2022-2044 - Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar
  • Tryggð byggð - Elmar Erlendsson, teymisstjóri hjá HMS
  • Lán og framlög HMS til íbúðauppbyggingar - Magnús Þórður Rúnarsson, sérfræðingur hjá HMS
  • Lánastarfsemi Byggðastofnunarinnar - Pétur Friðjónsson, sérfræðingur hjá Byggðastofnun
  • Nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina - Fulltrúi frá háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti
  • Aukum hagkvæmni og skilvirkni í íbúðauppbyggingu - Friðrik Ágúst Ólafsson, viðskiptastjóri hjá SI

 Boðið verður upp á léttar veitingar meðan á fundi stendur og er fundargestum boðið samtal við frummælendur eftir fundinn.