Rannsóknarbúnaður
Rannsóknarbúnaður
Hvaða rannsóknarbúnaður er til hér á landi? Hvar er hægt að nálgast hann og hvenær? Í nóvember 2024 fór af stað samstarfsverkefni háskóla og rannsóknarstofnana um kortlagningu rannsóknarinnviða hér á landi með innleiðingu hugbúnaðarkerfisins Calira. Í gegnum Calira er hægt að skrá búnað, leigja út búnað, leigja búnað og um leið fá yfirsýn yfir þau rannsóknatæki sem til eru hér á landi.
Vettvangur fyrir samnýtingu tækja, aðstöðu og sérþekkingu
Calira (áður Clustermarket) er stafrænn vettvangur sem einfaldar samnýtingu sérhæfðs búnaðar, mælitækja og aðstöðu milli stofnana, fyrirtækja og rannsakenda. Kerfið hefur fest sig í sessi hjá mörgum háskólum og rannsóknarsetrum erlendis og er nú í innleiðingu hjá opinberum aðilum á Íslandi til að bæta nýtingu innviða og styðja við opinber markmið ríkisins um opna rannsóknarinnviði, sjálfbærni, skilvirkni og samstarf.
Samnýting og rekstrarhagræði
Með Calira geta fyrirtæki og stofnanir deilt aðstöðu og búnaði á öruggan og gagnsæjan hátt. Fyrir byggingariðnaðinn og samstarfsaðila HMS felur þetta í sér ný tækifæri til að samnýta rannsóknarstofur, efnisprófanir og tækniþjónustu án þess að fjárfesta sjálfstætt í dýrum tækjum eða sérhæfðri aðstöðu og þá einnig til þess að kaupa aðgang að sérhæfðum rannsóknarbúnaði og þjónustu í kringum hann.
Aukið aðgengi og stjórnun
Kerfið býður upp á miðlæga yfirsýn yfir tiltæka aðstöðu, verðskrár og bókanir, auk sjálfvirkrar umsýslu, samþykktarferla og skráningu notkunar. Það auðveldar stjórnendum og umsjónarfólki að hámarka nýtingu innviða og tryggja gagnsæi í þjónustu og innkaupum, hvort sem um er að ræða til innri eða ytri aðila.
Umsjón og rekstur Calira á Íslandi
Vísindagarðar HÍ halda utan um og styðja opinbera aðila á Íslandi við innleiðingu Calira. Hægt er að bóka kynningarfund með verkefnastjórum Vísindagarða til að kynnast kerfinu nánar með tölvupósti á hello@visindagardar.is eða í gegnum fundarbókunarhlekk hér.
Einnig má nálgast mikinn fróðleik, skoða algengar spurningar og kynna sér helstu atriði hér á þjónustusíðu Calira.
