Eldklár
Eldklár er átak á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem hefur það að markmiði að fræða landsmenn um brunavarnir.
Eldklár birtir stutt fræðslumyndbönd, gátlista, hagnýtan fróðleik og annað gagnlegt efni sem almenningur getur sótt í og vonum við að átakið komi í veg fyrir alvarlega og mannskæða bruna.
Dagur reykskynjarans 2022
Forvarnarátak HMS og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) 2022 var í desember. Með forvarnarátakinu er verið að hvetja fólk til að huga að mikilvægasta öryggistæki heimilisins, reykskynjaranum. Andlit átaksins í ár er Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, og er afar kærkomið að fá öfluga fyrirmynd með okkur í lið til að vekja athygli á þessu mikilvæga öryggistæki.
Dagur reykskynjarans 2022
Forvarnarátak HMS og Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) 2022 var í desember. Með forvarnarátakinu er verið að hvetja fólk til að huga að mikilvægasta öryggistæki heimilisins, reykskynjaranum. Andlit átaksins í ár er Sandra Sigurðardóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, og er afar kærkomið að fá öfluga fyrirmynd með okkur í lið til að vekja athygli á þessu mikilvæga öryggistæki.
Dagur reykskynjarans 2021
Unnið var viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega þegar eldsvoði kom upp í íbúð í Mávahlíð árið 2019 og deilir hún lífsreynslu sinni með okkur til að efla umræðuna á sviði forvarna.
Dagur reykskynjarans 2021
Unnið var viðtal við Sólrúnu Öldu Waldorff sem brenndist alvarlega þegar eldsvoði kom upp í íbúð í Mávahlíð árið 2019 og deilir hún lífsreynslu sinni með okkur til að efla umræðuna á sviði forvarna.