Eigið eldvarnareftirlit

Eigið eldvarnareftirlit er nauðsynlegt í baráttunni gegn eldsvoðum. Eigið eldvarnareftirlit felur í sér daglegt og reglubundið eftirlit sem fyrirtæki og stofnanir sinna að eigin frumkvæði og á eigin kostnað. Eigandi mannvirkisins ber ábyrgð á eigin eldvarnareftirliti og skal gæta þess að mannvirkið fullnægi að öllu leiti þeim brunavörnum sem lög og reglugerðir gera kröfu um hverju sinni.

Verkefni eldvarnarfulltrúa

Eftirfylgni og viðbrögð

Þegar búið er að tryggja brunavarnir mannvirkis er nauðsynlegt að viðhalda þeim vörnum. Er það gert með því að endurskoða brunavarnir með reglubundnum hætti. Ekki er nóg að hafa brunavarnir í lagi allt árið um kring heldur þarf að veita þeim sem starfa, búa eða eru í mannvirki fræðslu um hvernig bregðast eigi við eldi. Þá er mikilvægt að fara yfir þann búnað sem er á svæðinu, eins og reykskynjara, eldvarnarteppi, slökkvitæki og viðbragðs- og rýmingaráætlun.