Starfsleyfi þjónustuaðila brunavarna
Hér getur þú sótt rafrænt um starfsleyfi þjónustuaðila í gegnum Mínar síður á vef HMS. HMS sér um útgáfu starfsleyfanna.
Umsókn um starfsleyfi þjónustuaðila
Hægt er að sækja rafrænt um starfsleyfi þjónustuaðila í gegnum Mínar síður
Umsókn um starfsleyfi þjónustuaðila
Hægt er að sækja rafrænt um starfsleyfi þjónustuaðila í gegnum Mínar síður
Upplýsingar um lög og reglugerðir vegna starfsleyfa þjónustuaðila brunavarna
Þeir sem bjóða þjónustu við vegna brunaþéttingar mannvirkja skulu hafa starfsleyfi útgefið af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í samræmi við 38. gr. a. í lögum nr 75/2000 og ákvæði reglugerðar nr. 1067/2011.
Skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis er að viðkomandi þjónustuaðili hafi nægan fjölda hæfra starfsmanna í sinni þjónustu og að tilnefndur hafi verið ábyrgðarmaður.
Þjónustuaðilar sem hlotið hafa starfsleyfi eftir reglugerð 1067/2011:
Þeir sem bjóða þjónustu við uppsetningu, viðhald og þjónustu brunaviðvörunarkerfa skulu hafa starfsleyfi útgefið af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í samræmi við 38. gr. a. í lögum nr 75/2000 og ákvæði reglugerðar nr. 1067/2011.
Skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis er að viðkomandi þjónustuaðili hafi nægan fjölda hæfra starfsmanna í sinni þjónustu og að tilnefndur hafi verið ábyrgðarmaður.
Í starfsleyfi þjónustuaðila kemur fram hvaða gerðir brunaviðvörunarkerfa þjónustuaðili hefur leyfi til að þjónusta.
Þeir sem bjóða þjónustu við viðhald, skoðun, áfyllingu og þrýstiprófun handslökkvitækja skulu hafa starfsleyfi útgefið af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í samræmi við 38. gr. a. í lögum nr 75/2000 og ákvæði reglugerðar nr. 1067/2011.
Skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis er að viðkomandi þjónustuaðili hafi nægan fjölda hæfra starfsmanna í sinni þjónustu og að tilnefndur hafi verið ábyrgðarmaður.
Í starfsleyfi þjónustuaðila kemur fram hvaða gerðir handslökkvitækja þjónustuaðili hefur leyfi til að þjónusta. Bjóði þjónustuaðili upp á þrýstiprófun skal það koma fram í starfsleyfi hans.
Þjónustuaðilar sem hlotið hafa starfsleyfi eftir reglugerð 1067/2011:
Þeir sem bjóða þjónustu við loftgæðamælingar vegna öndunarlofts skulu hafa starfsleyfi útgefið af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í samræmi við 38. gr. a. í lögum nr 75/2000 og ákvæði reglugerðar nr. 1067/2011.
Skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis er að viðkomandi þjónustuaðili hafi nægan fjölda hæfra starfsmanna í sinni þjónustu og að tilnefndur hafi verið ábyrgðarmaður.
Í starfsleyfi þjónustuaðila kemur fram hvaða búnaður er notaður til mælinga og hvaða þætti þjónustuaðili hefur heimild til að mæla.
Þjónustuaðilar sem hlotið hafa starfsleyfi eftir reglugerð 1067/2011:
Þeir sem bjóða þjónustu við viðhald, skoðun, áfyllingu og þrýstiprófun reykköfunarbúnaðar skulu hafa starfsleyfi útgefið af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í samræmi við 38. gr. a. í lögum nr 75/2000 og ákvæði reglugerðar nr. 1067/2011.
Skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis er að viðkomandi þjónustuaðili hafi nægan fjölda hæfra starfsmanna í sinni þjónustu og að tilnefndur hafi verið ábyrgðarmaður.
Í starfsleyfi þjónustuaðila kemur fram hvaða gerðir reykköfunartækja þjónustuaðili hefur leyfi til að þjónusta. Bjóði þjónustuaðili upp á þrýstiprófun skal það koma fram í starfsleyfi hans.
Þjónustuaðilar sem hlotið hafa starfsleyfi eftir reglugerð 1067/2011:
Þeir sem bjóða þjónustu við uppsetningu, viðhald og þjónustu slökkvikerfa skulu hafa starfsleyfi útgefið af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í samræmi við 38. gr. a. í lögum nr 75/2000 og ákvæði reglugerðar nr. 1067/2011.
Skilyrði fyrir útgáfu starfsleyfis er að viðkomandi þjónustuaðili hafi nægan fjölda hæfra starfsmanna í sinni þjónustu og að tilnefndur hafi verið ábyrgðarmaður.
Í starfsleyfi þjónustuaðila kemur fram hvaða gerðir slökkvikerfa þjónustuaðili hefur leyfi til að þjónusta.
Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar um starfsleyfi þjónustuaðila
Hér er hægt að nálgast umsóknareyðublöð um starfsleyfi þjónustuaðila fyrir þá sem ekki vilja senda inn rafræna umsókn.
- Umsókn um starfsleyfi þjónustuaðila reykköfunartækja
- Umsókn um starfsleyfi þjónustuaðila handslökkvitækja
- Umsókn um starfsleyfi þjónustuaðila slökkvikerfa
- Umsókn um starfsleyfi þjónustuaðila brunaviðvörunarkerfa
- Umsókn um starfsleyfi þjónustuaðila brunaþéttinga
- Umsókn um starfsleyfi þjónustuaðila loftgæðamælinga
Hægt er að fylla umsóknareyðublaðið út rafrænt nema undirskrift, hún skal vera gerð með eigin hendi ábyrgðarmanns og umsækjanda eftir að hann hefur prentað út útfyllt eyðublað. Umsókn ásamt fylgigögnum skal senda eða skila til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Borgartúni 21, 105 Reykjavík. Einnig er mögulegt að skanna gögn og senda með tölvupósti á netfangið hms(hjá)hms.is.
Þegar sótt er um starfsleyfi þjónustuaðila brunavarna ber að leggja fram eftirfarandi gögn:
Fyrir þjónustuaðila brunaviðvörunarkerfa, slökkvikerfa og brunaþéttinga
Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókninni:
- Afrit af viðurkenningarskjali námskeiðs fyrir viðkomandi starfsleyfi
a. Fyrir brunaviðvörunarkerfi er þetta viðurkenningarskjal frá Rafiðnaðarskólanum eða Rafmennt.
b. Fyrir slökkvikerfi eða brunaþéttingar þá er þetta viðurkenningarskjal frá Iðunni. - Afrit af meistarabréfi fyrir eftirfarandi starfsleyfi:
a. Fyrir brunaviðvörunarkerfi þarf meistarabréf í rafvirkjun en einnig hafa verið metin sem ígildi meistarabréfa menntun í rafmagnstækni- og rafmagnsverkfræði, rafvélavirkjun og B-löggilding eða sambærileg menntun sem er metin af sérfræðingum HMS.
b. Fyrir sprinklerkerfi þarf meistarabréf í pípulögnum eða staðfestingu á sambærilegri menntun sem er metin af sérfræðingum HMS .
c. Fyrir brunaþéttingar þarf meistarabréf í einu af eftirtöldu: húsasmíði, rafvirkjun, pípulögnum eða blikksmíði eða sambærilega menntun sem er metin af sérfræðingum HMS. - Sýna þarf fram á a.m.k. 3. mánaða starfsreynslu hjá aðila sem var með starfsleyfi á meðan starfsreynslunnar var aflað. Einnig er hægt að meta réttindi sem aflað var fyrir 8.11.2011 t.d. skírteini frá rafiðnaðarskólanum eða staðfesting á námskeiði sem pípulagningameistari tók fyrir þann tíma. Þeir meistarar sem tóku námskeið í brunaþéttingum fyrir 8.11.2011 teljast uppfylla kröfuna um a.m.k. 3 mánaða starfsreynslu.
- Afrit af gæðahandbókinni á rafrænu formi
a. Hér er hægt er að finna leiðbeiningu (C 003 – C 005) um gæðakerfið.
Þegar sótt er um starfsleyfi þjónustuaðila brunavarna ber að leggja fram eftirfarandi gögn:
Fyrir þjónustuaðila handslökkvitækja, loftgæðamælinga og reykköfunartækja
- Fyrir þjónustuaðila handslökkvitækja þurfa ábyrgðaraðilar að sækja námskeið hjá Iðunni fyrir þjónustuaðila eða framvísa viðurkenningu frá Brunamálaskólanum.
- Fyrir þjónustuaðila loftgæðamælinga og reykköfunartækja þurfa ábyrgðarmenn að sækja námskeið hjá Iðunni eða framvísa viðurkenningu frá Brunamálaskólanum fyrir þjónustuaðila. Einnig þurfa þeir að hafa sótt námskeið hjá framleiðanda búnaðarins sem notaður er til að veita þjónustuna.
- Sýna þarf fram á a.m.k. 3. mánaða starfsreynslu hjá aðila sem var með starfsleyfi á meðan starfsreynslunnar var aflað eða sýna fram á hana með öðrum hætti
- Afrit af gæðahandbókinni á rafrænu formi
a. Hér er hægt er að finna leiðbeiningar (C 001 – C 002 og C 006) um gæðakerfi. - Eftir að búið er að klára atriði 1 – 4 þarf að framkvæma skoðun á starfsaðstöðunni. En það er gert skv. gátlistum (6.001 – 6.002 og 6.006) sem eru á sömu slóð og er hér að ofan.