Brunamálaskólinn

Brunamálaskólinn

Brunamálaskólinn

Brunamálaskólinn

Lög­gild­ing slökkvi­liðs­manna

Lög­gild­ing slökkvi­liðs­manna

Slökkviliðsmenn sem sækja um löggildingu, skulu hafa lokið grunnnámi fyrir slökkviliðsmenn við Brunamálaskólann eða hlotið sambærilega menntun sem fagráð Brunamálaskólans metur jafngilda. Jafnframt skulu þeir hafa gegnt slökkvistarfi eða starfað við brunavarnir að aðalstarfi a.m.k. í eitt ár samfellt eða starfað í hlutastarfi a.m.k. í fjögur ár.

Umsókn um löggildingu slökkviliðsmanna

Sótt er um löggildingu slökkviliðsmanna í gegnum Mínar síður á vef HMS.

Umsókn um löggildingu slökkviliðsmanna

Sótt er um löggildingu slökkviliðsmanna í gegnum Mínar síður á vef HMS.

Slökkviliðsstjóri skal hafa hlotið löggildingu sem slökkviliðsmaður og starfað að lámarki í eitt ár í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður eða hafa háskólamenntun með sérmenntun í brunamálum. 

Með umsókn skal fylgja staðfesting slökkviliðsstjóra á starfstíma. Þegar við á skal leita til umsagnar fagráðs Brunamálaskólans um hvort menntun umsækjanda geti talist sambærilegt námi í Brunamálaskólanum.

Eftir að umsókn hefur borist Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er greiðsluseðill sendur í heimabanka umsækjanda. Vinsamlegast athugið að löggildingin verður ekki afhent fyrr en greiðsla hefur borist Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.