Námskeið: CE merkingar byggingavara
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík
9:00-12:00
Upplýsingar
Iðan fræðslusetur, Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík
9:00-12:00
11
nóv.
Námskeiðið er ætlað starfsmönnum verktakafyrirtækja, iðnmeisturum, hönnuðum og öðrum sem bera ábyrgð á vali og innkaupum byggingarvara. Það hentar einnig vel þeim sem starfa við sölu, þjónustu eða markaðssetningu byggingarvara og vilja dýpka þekkingu sína á faglegum kröfum og ábyrgð í byggingarferlinu.
Iðan fræðslusetur
Námskeiðið fjallar um val og innkaup á byggingarvörum með áherslu á gæði og öryggi í mannvirkjagerð. Markmiðið er að þátttakendur fái betri skilning á þeim kröfum sem gilda um byggingarvörur, hvernig tryggja megi að þær uppfylli viðeigandi reglur og staðla, og hvernig velja má lausnir sem stuðla að öruggum og endingargóðum mannvirkjum.
