Umsókn um húsnæðisbætur

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annast framkvæmd laga nr. 75/2016 um húsnæðisbætur og tekur ákvarðanir um rétt til húsnæðisbóta. Almenn afgreiðsla er í höndum skrifstofu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Sauðárkróki.

Einnig er hægt að hafa samband við okkur á opnunartíma í gegnum síma 440-6400 eða með því að senda tölvupóst á netfangið hms[hjá]hms.is.

Rafrænt umsóknarferli

  • Umsækjandi sækir um á mínum síðum
  • Þegar umsækjandi hefur lokið við að senda inn umsókn fær hann sendan tölvupóst til staðfestingar.
  • Ef frekari upplýsinga eða gagna er þörf verður haft samband við umsækjanda í gegnum mínar síður og það netfang sem umsækjandi skráði í umsókn.
  • Það er á ábyrgð umsækjanda að kynna sér efni gagna sem HMS sendir honum á rafrænu formi og við bendum á að sé það ekki gert innan þess frests sem gefinn er, getur það leitt til þess að umsókn verði synjað.   
  • Allir heimilismenn, eldri en 18 ára, þurfa svo að skrá sig inn á mínar síður og veita umboð fyrir því að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun afli nauðsynlegra upplýsinga og gagna til að afgreiða umsókn um húsnæðisbætur. 

Smelltu hér til að sækja rafrænt um húsnæðisbætur

Umsóknir á pappírsformi

Hér  er hægt að nálgast eyðublöð á pappírsformi. Við mælum þó eindregið með að sótt sé um rafrænt. Ekki er þörf á að skila inn öðrum gögnum en útfylltum viðeigandi eyðublöðum, þ.e. umsókn og umboði heimilismanna. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sækir upplýsingar rafrænt um leigusamninga. Einungis þeir sem búsettir eru á áfangaheimili þurfa að skila inn afriti af skriflegum leigusamningi með umsókn. 

Ef frekari upplýsinga eða gagna er þörf verður haft samband við umsækjanda með bréfi sem sent er á lögheimilisfang en einnig getur hann nálgast bréfið rafrænt á mínum síðum. Það er á ábyrgð umsækjanda að kynna sér efni gagna sem HMS sendir honum og við bendum á að sé það ekki gert innan þess frests sem gefinn er, getur það leitt til þess að umsókn verði synjað.

Eyðublöð vegna umsóknar um húsnæðisbætur

Afgreiðsla 

Þegar umbeðin gögn og umboð hafa borist er umsóknin tekin til afgreiðslu. Umsóknir eru afgreiddar í þeirri röð sem þær berast. Farið er yfir umsóknir og bótaréttur metinn. Ef ekki er óskað frekari upplýsinga eða gagna frá umsækjanda eða heimilismönnum er umsókn afgreidd. Greiðslur húsnæðisbóta hefjast fyrsta dag næsta almanaksmánaðar eftir að umsókn er samþykkt.  

Athygli er vakin á því að heimilt er að synja umsókn um húsnæðisbætur hafi nauðsynlegar upplýsingar og gögn ekki borist innan 45 daga frá þeim degi er umsóknin barst.