Stofnframlög

Stofnframlög

Stofnframlög

Stofnframlög

Um­sókn­ar­ferli

Um­sókn­ar­ferli

HMS auglýsir eftir umsóknum um stofnframlög ríkisins a.m.k. einu sinni á ári. Stofnuninni er heimilt að auglýsa oftar, ef því fjármagni sem stendur til úthlutunar hvert ár verður ekki öllu úthlutað eftir eina auglýsingu.

Stofnframlögum er úthlutað til samfélagssinnaðra leigusala til þess að byggja eða kaupa almennar íbúðir. Markmiðið er að fjölga hagkvæmum leiguíbúðum og bæta húsnæðisöryggi þeirra sem eru undir tekju- og eignamörkum við upphaf leigu.

HMS afgreiðir umsóknir um stofnframlag ríkisins, en bent er á að umsækjendur verða jafnframt að hafa sótt um stofnframlag þess sveitarfélags þar sem hinar almennu íbúðir verða staðsettar.