Umsókn um löggildingu

Umsóknareyðublað
Umsókn um löggildingu til rafvirkjunarstarfa er hægt að nálgast á Mínum síðum á vef HMS.
Einnig er hægt að nota eyðublað 3.099 og senda til HMS.

Fylgigögn með umsókn:
- vottorð um að umsækjandi fullnægi kröfum um menntun og starfsreynslu, sbr. gr. 4.6 - 4.9 í reglugerð um raforkuvirki.
- vottorð Vinnueftirlitsins um aðstöðu (verkstæði).

A-löggilding:

Menntun:
Staðfesta þarf menntun með afritum (ljósritum) af prófskírteinum.

Sé sótt um löggildingu á grundvelli gr. 4.7 (4) í reglugerð um raforkuvirki þarf sá aðili að leggja fram afrit af sveinbréfi, eða aðra staðfestingu á því hvenær viðkomandi hlaut þau réttindi, undirritaða af til þess bærum aðila, ásamt afriti af útskriftarskjali úr meistaraskóla þar sem tilgreindir eru þeir áfangar sem teknir voru í meistaranáminu.

Sé sótt um löggildingu á grundvelli gr. 4.7 (3) í reglugerð um raforkuvirki þarf sá aðili að leggja fram afrit af sveinbréfi, eða aðra staðfestingu á því hvenær viðkomandi hlaut þau réttindi, undirritaða af til þess bærum aðila, ásamt afriti af útskriftarskjali úr rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssviði).

Sé sótt um löggildingu á grundvelli gr. 4.7 (1) eða (2) í reglugerð um raforkuvirki þarf sá aðili að leggja fram afrit af útskriftarskjali úr rafmagnsverkfræði (sterkstraumssviði) eða rafmagnstæknifræði (sterkstraumssviði).

Starfsreynsla:

Staðfesting á starfsreynslu í a.m.k. tvö ár, undirritaða af til þess bærum aðila/aðilum, þar sem skýrt kemur fram hversu löng starfsreynslan er og á hvaða tímabili hennar var aflað og einnig í hverju hún felst, þ.e. almennt, t.d. „unnið við háspenntar raflagnir“. Í tilfellum þeirra sem lokið hafa námi í meistaraskóla eða rafmagnsiðnfræði þarf starfsreynslunnar að hafa verið aflað að loknu sveinsprófi.

HMS hefur ekki útbúið sérstakt eyðublað í þessum tilgangi.

Vottorð Vinnueftirlitsins:

Með umsókn þarf að berast nýlegt vottorð Vinnueftirlitsins varðandi aðstöðuna (verkstæðið).

Annað:
Þegar HMS hefur samþykkt umsóknina sem fullnægjandi, þ.e. eftir að öll ofangreind gögn hafa borist, þarf umsækjandi að skila stofnuninni skýrslu skoðunarstofu, sem til þess hefur starfsleyfi, um skoðun á öryggisstjórnunarkerfi sínu (sjá VLR 3.010 og eyðublað 3.221). Á grundvelli þeirrar skýrslu tekur HMS ákvörðun um veitingu löggildingar. 

B-löggilding:

Menntun:
Staðfesta þarf menntun með afritum (ljósritum) af prófskírteinum.

Sé sótt um löggildingu á grundvelli gr. 4.8 (4) í reglugerð um raforkuvirki þarf sá aðili að leggja fram afrit af sveinbréfi, eða aðra staðfestingu á því hvenær viðkomandi hlaut þau réttindi, undirritaða af til þess bærum aðila, ásamt afriti af útskriftarskjali úr meistaraskóla þar sem tilgreindir eru þeir áfangar sem teknir voru í meistaranáminu.

Sé sótt um löggildingu á grundvelli gr. 4.8 (3) í reglugerð um raforkuvirki þarf sá aðili að leggja fram afrit af sveinbréfi, eða aðra staðfestingu á því hvenær viðkomandi hlaut þau réttindi, undirritaða af til þess bærum aðila, ásamt afriti af útskriftarskjali úr rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssviði). 

Sé sótt um löggildingu á grundvelli gr. 4.8 (1) eða (2) í reglugerð um raforkuvirki þarf sá aðili að leggja fram afrit af útskriftarskjali úr rafmagnsverkfræði (sterkstraumssviði) eða rafmagnstæknifræði (sterkstraumssviði).

Starfsreynsla:
Staðfesting á starfsreynslu í a.m.k. tvö ár, undirritaða af til þess bærum aðila/aðilum, þar sem skýrt kemur fram hversu löng starfsreynslan er og á hvaða tímabili hennar var aflað og einnig í hverju hún felst, þ.e. almennt, t.d. „rafvirkjastörf“ eða „unnið við raflagnir“. Í tilfellum þeirra sem lokið hafa námi í meistaraskóla eða rafmagnsiðnfræði þarf starfsreynslunnar að hafa verið aflað að loknu sveinsprófi.

HMS hefur ekki útbúið sérstakt eyðublað í þessum tilgangi. 

Vottorð Vinnueftirlitsins:
Með umsókn þarf að berast nýlegt vottorð Vinnueftirlitsins varðandi aðstöðuna (verkstæðið).

Annað:
Þegar HMS hefur samþykkt umsóknina sem fullnægjandi, þ.e. eftir að öll ofangreind gögn hafa borist, þarf umsækjandi að skila stofnuninni skýrslu skoðunarstofu, sem til þess hefur starfsleyfi, um skoðun á öryggisstjórnunarkerfi sínu (sjá VLR 3.010 og eyðublað 3.221). Á grundvelli þeirrar skýrslu tekur HMS ákvörðun um veitingu löggildingar.