Algengar spurningar og svör

Hvaða vörur á að tilkynna? Það á að tilkynna markaðssetningu nikótínvara, rafretta og áfyllinga fyrir rafrettur sem innihalda nikótín. Tilkynna þarf Nikótínpúða, nikótíntannstöngla, Kit, MOD, POD, brennara, hylki, tanka og rafhlöður sem eru eingöngu ætlaðar í rafrettur. Það þarf ekki að tilkynna hluti sem eru eingöngu ætlaðir til viðhalds, eins og þéttihringi, aukagler eða rafhlöður sem hægt er að nota í aðrar vörur en rafrettur.

Hvenær á að tilkynna vöruna? Tilkynna þarf rafrettu og áfyllingu sex mánuðum áður en markaðssetning er fyrirhuguð en þremur mánuðum fyrir markaðssettningu nikótínvara.

Hverjir eiga að tilkynna vöruna? Framleiðendur eða innflytjendur vörunnar.

Hvar á að tilkynna vöruna? Fylla á út rafrænt eyðublað sem senda skal á hms@hms.is.

Hvaða vörur má selja á Íslandi? HMS birtir á heimasíðu stofnunarinnar upplýsingar um þær vörur sem búið er að tilkynna og uppfyllt hafa skilyrði tilkynninga.

Þarf að útvega sýnishorn? Við tilkynningu vöru þarf HMS að berast mynd af vöru. Eingöngu þarf að skila inn sýnishorni ef óskað er eftir því.

Hvað kostar tilkynning og hvernig er greitt? Greiða þarf 75.000 kr. fyrir hverja tilkynningu. Tilkynningin verður ekki tekin til meðferðar fyrr en gjaldið hefur verið greitt. Send er krafa í heimabanka þess sem tilkynnir.

Þarf leyfi til að selja vörur á Íslandi? Já, það þarf sérstakt leyfi HMS til að selja nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur í smásölu á Íslandi.

Hvar er sótt um smásöluleyfi? Fyllt er út umsóknareyðublað sem er svo sent á hms@hms.is.

Hvað kostar smásöluleyfi? Greiða þarf 72.864 kr. fyrir hvert smásöluleyfi.