Smásöluleyfi og tilkynningar vöru

Þeir aðilar sem hyggjast selja nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar fyrir rafrettur þurfa sérstakt leyfi HMS.

Gjald fyrir leyfi á hvern sölustað er 72.864 kr. og er umsókn ekki tekin til meðferðar fyrr en gjald hefur verið greitt. Við lok leyfisveitingar getur bæst við tilfallandi kostnaður, líkt og ferðakostnaður.

HMS er heimilt að innheimta eftirlitsgjald í kjölfar hverrar eftirlitsferðar í verslanir sem hlotið hafa leyfi. Við eftirlitsgjald getur bæst við tilfallandi kostnaður, líkt og ferðakostnaður. Tímagjald sérfræðings HMS er 18.216 kr.

Leyfisgjöld eru ekki endurgreidd.

Eftirfarandi kröfur eru gerðar til umsækjanda eða forsvarsmanna hans:

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram á umsókn:

  • Heiti og heimilisfang sölustaðar,
  • Heiti, heimilisfang og kennitala rekstraraðila
  • Heiti, heimilisfang, kennitala og tengilisupplýsingar ábyrgðaraðila,
  • Ef sækja á um netverslun skal koma fram vefslóð og heimilisfang lagers netverslunar.
     

HMS innheimtir gjöld á grundvelli reglugerðar nr. 992/2022 sem sett er á grundvelli laga nr. 87/2018.

Smásöluleyfi og tilkynningar vöru

Smásöluleyfi og tilkynningar vöru