Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Markaðseftirlit
Vöruflokkar orkumerkimiða
Vöruflokkar orkumerkimiða
Nýir orkumerkimiðar mismunandi vörutegunda innihalda að hluta til nýjar upplýsingar og ný myndtákn. Upplýsingar um mismunandi merkimiða og samanburður við gömlu merkimiðana má lesa um hér.
Orkumerkimiða vöruflokkanna má sjá hér fyrir neðan.
Þvottavélar
Munur á nýja og gamla merkimiðanum (fyrir utan orkunýtniflokka)
- Orkunotkun tilgreind sem vegin orkunotkun hverjar 100 þvottalotur
- Nafnafköst fyrir eco 40-60-kerfi
- Vegin vatnsnotkun á hverja þvottalotu
- Lengd eco 40-60-kerfisins
- Mismunandi myndtákn fyrir hávaðamengun og viðbótarupplýsingar um flokk hávaðamengunar
Þvottavélar með þurrkurum
Munur á nýja og gamla merkimiðanum (fyrir utan orkunýtniflokka)
- Orkunotkun tilgreind sem vegin orkunotkun á hverja 100 þvottalotur
- Nafnafköst fyrir þvott og þurrkun samanlagt og fyrir þvott
- Vegin vatnsnotkun fyrir þvott og þurrkun samanlagt og fyrir þvott
- Hávaðamengun við þeytivindu að meðtöldum flokki hávaðamengunar
- Lengd kerfa fyrir þvott og þurrkun samanlagt og fyrir þvott
Uppþvottavélar
Munur á nýja og gamla merkimiðanum (fyrir utan orkunýtniflokka)
- Orkunotkun tilgreind sem orkunotkun í eco-kerfi á hverja 100 þvottalotur
- Vegin vatnsnotkun á hverja lotu í eco-kerfi
- Lengd eco-kerfis
- Hávaðamengun og flokkur hávaðamengunar
Sjónvörp og rafeindaskjáir
Munur á nýja og gamla merkimiðanum (fyrir utan orkunýtniflokka)
- Orkunotkun tilgreind á hverjar 1000 klukkustundir
- Orkunotkun tilgreind á hverjar 1000 klukkustundir í HDR
- Afl (W) ekki tilgreint
- Ekki lengur táknmynd fyrir rofa
- Lárétt og lóðrétt upplausn myndeinda tilgreind
Kælitæki fyrir beina sölu
A)
Að því er varðar kælda sjálfsala:
- Samanlagt nettórúmmál allra hólfa við ganghitastig kælingar í lítrum (l)
- Að því er varðar öll önnur kælitæki sem notuð eru við beina sölu: samanlagt yfirborð þar sem vara er til sýnis við ganghitastig kælingar, gefið upp í fermetrum (m2)
- Að því er varðar kælitæki sem notuð eru við beina sölu sem eru ekki með hólf við ganghitastig kælingar: skýringarmynd og gildi í lítrum (l) eða fermetrum (m2) er sleppt
B)
Að því er varðar kælitæki sem notuð eru við beina sölu þar sem öll hólf eru við ganghitastig kælingar hafa sama hitaflokk, að undanskildum kældum sjálfsölum:
- Efri hitamörkin: hæsta hitastig heitasta M-pakkans í hólfinu eða hólfunum með ganghitastig kælingar, í gráðum á selsíus (°C)
- Neðri hitamörkin: lægsta hitastig kaldasta M-pakkans í hólfinu eða hólfunum með ganghitastig kælingar, í gráðum á selsíus (°C)
Að því er varðar kælda sjálfsala:
- Efri hitamörkin: hæsta mælda hitastig vöru í hólfinu eða hólfunum með ganghitastig kælingar, í gráðum á selsíus (°C)
- Lægri hitamörkum sleppt
Að því er varðar kælitæki sem notuð eru við beina sölu sem ekki eru með hólf með ganghitastig kælingar: skýringarmynd og gildi í gráðum á selsíus (°C) er sleppt
C)
Að því er varðar öll kælitæki sem notuð eru við beina sölu, að undanskildum sjálfsölum: samanlagt yfirborð þar sem vara er til sýnis með ganghitastig frystingar og gefin upp í fermetrum (m2)
Að því er varðar kælitæki sem notuð eru við beina sölu sem ekki eru með hólf með ganghitastig frystingar: skýringarmynd og gildi í fermetrum (m2) er sleppt
D)
Að því er varðar kælitæki sem notuð eru við beina sölu þar sem öll hólf með ganghitastig frystingar hafa sama hitaflokk, að undanskildum kældum sjálfsölum:
- Efri hitamörkin: hæsta hitastig kaldasta M-pakkans í hólfinu eða hólfunum með ganghitastig frystingar, í gráðum á selsíus (°C)
- Neðri hitamörkin: lægsta hitastig kaldasta M-pakkans í hólfinu eða hólfunum með ganghitastig frystingar, í gráðum á selsíus (°C)
Að því er varðar kælda sjálfsala:
- Efri hitamörkin: hæsta mælda hitastig vöru í hólfinu eða hólfunum með ganghitastig frystingar, í gráðum á selsíus (°C)
- Lægri hitamörkum er sleppt
Að því er varðar kælitæki sem notuð eru við beina sölu sem eru ekki með hólf með ganghitastig frystingar: skýringarmynd og gildi í gráðum á selsíus (°C) er sleppt
Þessi orkumerkimiði er nýr og kemur ekki í staðinn fyrir annan.
Ljósgjafar
Munur á nýja og gamla merkimiðanum (fyrir utan orkunýtniflokka)
- Enginn munur á upplýsingum á nýja og gamla merkimiðanum, fyrir utan orkunýtniflokka.
Ísskápar og frystar
Munur á nýja og gamla merkimiðanum (fyrir utan orkunýtniflokka)
- Mismunandi myndtákn fyrir kælihólf
- Mismunandi myndtákn fyrir hávaðamengun og viðbótarupplýsingar um flokk hávaðamengunar
Vínkælar
Munur á nýja og gamla merkimiðanum (fyrir utan orkunýtniflokka)
- Nýtt myndtákn fyrir vínflöskur
- Mismunandi myndtákn fyrir hávaðamengun og viðbótarupplýsingar um flokk hávaðamengunar
Drykkjakælar
Þessi orkumerkimiði er nýr og kemur ekki í staðinn fyrir annan.
Ísfrystar
Þessi orkumerkimiði er nýr og kemur ekki í staðinn fyrir annan.