Mark­aðs­setn­ing vöru

Mark­aðs­setn­ing vöru

Vörur má aðeins setja á markað hér á landi að hönnun þeirra, gerð og frágangur stofni ekki öryggi manna, húsdýra eða eigna í hættu þegar þær eru rétt upp settar, þeim við haldið og þær notaðar með þeim hætti sem til er ætlast.

Einnig getur verið um að ræða kröfur sem tengjast almennu heilbrigði, umhverfi, virkni og fleiri þáttum.

Framleiðendur, innflytjendur og aðrir seljendur vöru bera ábyrgð á að hún uppfylli öll skilyrði sem um markaðssetningu hennar gilda.

Öryggissvið HMS annast opinbera markaðsgæslu leikfanga og persónuhlífa til einkanota, auk almennrar neytendavöru sem ekki gilda um sérreglur eða er á ábyrgð annarra eftirlitsstjórnvalda. Það fylgist með vörum á markaði, aflar á skipulegan hátt upplýsinga um þær og tekur við ábendingum frá neytendum og öðrum aðilum.

Faggiltar skoðunarstofur annast, í umboði HMS, framkvæmd skoðana á markaði í samræmi við gildandi samning, verklagsreglur og skoðunarhandbækur HMS.

Það er einnig hlutverk HMS í opinberri markaðsgæslu að annast heildarskipulag opinberrar markaðsgæslu í samvinnu við önnur eftirlitsstjórnvöld með það að markmiði að tryggja hagkvæmni og samhæfingu. HMS ber einnig að samhæfa aðgerðir eftirlitsstjórnvalda ef eiginleikar vöru eða vöruflokks eru slíkir að ábyrgð á markaðseftirliti er í höndum fleiri en eins eftirlitsstjórnvalds.