Skoðunarstofur

Faggiltri skoðunarstofu er heimilt, að fengnu starfsleyfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, að annast skoðanir, rannsóknir, eftirlit og úttektir á virkjum og öryggisstjórnunarkerfum rafveitna og rafverktaka, rafföngum og aðstöðu og búnaði rafverktaka samkvæmt samningi við stjórnvöld, eigendur, rekstraraðila, seljendur, framleiðendur og aðra sem ber að uppfylla tilteknar skyldur á rafmagnssviði.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir starfsleyfi til reksturs skoðunarstofa á rafmagnssviði. Starfsleyfi er skilgreint og bundið við eitt eða fleiri eftirfarandi starfssviða:

  •  Að skoða virki með málspennu yfir 1000 V riðspennu eða 1500 V jafnspennu.
  •  Að skoða virki með málspennu til og með 1000 V riðspennu eða 1500 V jafnspennu.
  •  Að skoða öryggisstjórnunarkerfi rafveitna og framkvæmd öryggisstjórnunar.
  •  Að skoða öryggisstjórnunarkerfi rafverktaka og framkvæmd öryggisstjórnunar.
  •  Skoðun á aðstöðu og búnaði rafverktaka.
  •  Að skoða rafföng á markaði.

Skoðunarstofa skal fullnægja kröfum um hlutleysi þriðja aðila, eins og þær eru í reglugerð um starfsemi faggiltra óháðra skoðunarstofa. Skoðunarstofur með faggildingu og starfsleyfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru þrjár:

SkoðunarstofaHeimiliStaðurSímiVeffang
Frumherji hf.Þarabakka 3109 Reykjavík570 9270www.frumherji.is
Rafskoðun ehf.Lyngási 11210 Garðabær551 4500www.rafskodun.is
BSI á Íslandi ehf.Skútuvogur 1d104 Reykjavík414 4444www.bsiaislandi.is

Frumherji hf., Rafskoðun ehf. og BSI á Íslandi ehf. hafa starfsleyfi á eftirfarandi starfssviðum:

  • Að skoða virki með málspennu yfir 1000 V riðspennu eða 1500 V jafnspennu.
  • Að skoða virki með málspennu til og með 1000 V riðspennu eða 1500 V jafnspennu.
  • Að skoða öryggisstjórnunarkerfi rafveitna og framkvæmd öryggisstjórnunar.
  • Að skoða öryggisstjórnunarkerfi rafverktaka og framkvæmd öryggisstjórnunar.
  • Skoðun á aðstöðu og búnaði rafverktaka.

BSI á Íslandi ehf. hefur að auki starfsleyfi á eftirfarandi sviði:

  •  Að skoða rafföng á markaði.